Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 50
TIMARIT MALS OG MENNINGAR Engu að síður sat húsbóndinn fastur við þann keipinn, að hér væru engir helvítis draugar að verki. Þetta væru útsmognir hrekkjalómar, sem ættu heima einhvers staðar í nágrenninu. Það bar við einn morgun í hálfbirtunni, að konuna sótti þungur svefn, eftir að hún hafði hitað manni sínum kaffi, áður en hann fór til vinnu sinnar. Undir eins og hann var genginn út, vék hún inn í svefnherbergið og aflæsti hurðinni og háttaði niður í rúm. En þegar hún er rétt lögzt fyrir, veit hún ekki fyrri til en maður vel búinn stendur fyrir frarnan rúmið hennar, og í sama andartaki dregur úr henni allan mátt, svo að hún fær ekki lireyft legg né lið og engu orði upp komið. Hún glápir sljóum augum á gestinn og sýnist þetta vera maður, sem hún hafði verið i kærleikum við fyrir mörgum árum. Hann snarar sér á augabragði úr hverri spjör og sinýgur formálalaust undir sængina hjá konunni og lyftir upp náttkjól hennar, en hún fékk engum vörnum við komið sakir magnleysis, enda var hún sannfærð um, að þarna væri kominn gamall elskhugi, og þegar hann hafði gert liana hluttakandi í því, sem hún hafði neitað honum um áður en forlögin bundu enda á kynni þeirra, vippar hann sér fram úr rúminu og klæðir sig af skyndingu. Þá rennur ómegnið af frúnni, og nú sér hún greinilega, að Jietta er ekki gamli elskhugi hennar, held- ur einhver, sem hún ber engin kennsl á. Hún verður heltekin af ólýsanlegri skelfingu og nú man hún, að hún hafði aflæst hurðinni. Hún sér manninn svífa út um dyrnar eins og hann opnaði hurðina. Hún æðir upp úr rúminu á eftir honum, en rekur sig þá á hurðina aflæsta, snarsnýr lyklinum í skránni og hleypur fram í ganginn. Frammi af ganginum var hálfdimmt hol að þeirrar tíðar byggingarlist anlídanta. Þar sér frúin sýn, sem lá við að gerði hana vit- stola. Maðurinn sem hafði lyft upp náttkjólnum hennar, var að leysast upp í eldglæringar frammi í holinu og fylgdu brestir eins og af viðareldi, en maur- ildislitum glætum sló hér og þar á veggi holsins. Konan sendist sem hendi- veifa upp stigann lil fjölskyldunnar, sem bjó á loftinu, og biður um í Guðs bænum að lofa sér að hírast þar þangað til maðurinn sinn korni heim í kvöld. Fólkið á loflinu varð skelfingu lostið, þegar það sá ástand konunnar, og spurði, hvaða ósköp hefðu komið fyrir hana. Hún sagði, að húsdraugurinn hefði staðið í fullri sköpun við rúmið sitt og skotizt þaðan fram í holið og sundrazt þar í eldglæringar með hraki og brestum. Hún lá fyrir hjá fólkinu á loftinu, það sem eftir var dagsins og var mjög miður sín. Þegar ntaður hennar kom heim um kvöldið, sagði hún honutn söguna eins og hún hafði sagt hana fólkinu á loftinu og heimtaði að þau flyttu sig tafar- laust úr íbúðinni. Hún sagðist ekki hlusta lengur á bull hans um reimleikana. 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.