Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 53
DAGUR SIGURÐARSON o o stórt o sporbaugur núll form nútímans Sumir skrifa egglaga O en Oin mín eru einsog hjörtu Rautt blekið er líkara hjartablóði en neerbuxnaliturinn á spilahjörtunum SVONA VERTU NÚ GÓÐASTELPAN Svona vertu nú góðastelpan og komdu út með mér. Vorið er á næsta leiti og ég á flösku af púrtara. Við getum geingið útí Örfirisey og gapað framaní sólina, eða suðurmeð sjó og hlustað á nið skolpræs- anna. Möguleikamir eru ótæmandi. Við getum brennt sinu á Öskjuhlíðinni og sáð ill- gresi í skrúðgarða burgeisanna. Eg á arfafræ í poka síðan í haust. Gerðu það komdu. Af áheyrendapöllum alþíngis- hússins getum við sáldrað kláðadufti yfir þíngheim. Svona vertu nú góðastelpan. Þú verður ekki svikin af mér og púrtarinn er ómengað portúgalskt táfýlu- vín. 43

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.