Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 60

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR síðara hluta 10. aldar, og það er hann, sem kemur við sögu Hvítramanna- lands. Um Ara segir Landnáma á þessa lund: „Hann varð sœhafi til Hvítramannalands; það kalla sumir írland liið mikla. Það liggur veslur í haf nœr Vínlandi hinu góða. Það er kallað sex dœgra sigling vestur frá írlandi. Þaðan náði ei Ari hrott að jara, og var þar skírður. Frá þessu sagði fyrst Hrafn Hlymreksfari, er lengi liafði verið í Hlymreka á ír- landi. Svo kvað Þorkell Gellisson segja íslenzka menn, þá er heyrt höfðu frá segja Þorjinn jarl í Orkn- eyjum, að Ari hefði kenndur verið á Hvítramannalandi og nœði ei brott að jara og var þar vel virður. Ari átti Þorgerði, dóttur Áljs í Dölum. Þeirra son var Þorgils og Guðleifur og III- ugi. Það er Reyknesinga kyn.“ Engin ástæða er til að rengja kjarna þessarar frásagnar: Ara Más- son hefur borið að einhverju landi, þar sem hann varð ófrjáls ferða sinna og átti ekki afturkvæmt þaðan. Heim- ildarmenn virðast vera traustir, enda var hér um að ræða frásagnir, sem höfðu ekki gengið ýkja lengi í munn- mælum. Hrafn Hlymreksfari var uppi á síðara hluta 10. aldar, og mun hann hafa verið ekki miklu yngri en Ari. En sá galli fylgir frásögn hans, að þess er ekki getið, hverjir geymdu hana, unz hún var færð í letur. Um Þorkel Gellisson, hina íslenzku menn og Þorfinn jarl gegnir öðru máli. Hér er ferill sagnarinnar rakinn frá mönn- um, sem voru samtíma viðburði, og allt fram á daga þess manns, sem hef- ur getað fært þessa frásögn í letur. Þorkell Gellisson var föðurbróðir Ara fróða, og báðir voru afkomendur Ara Mássonar. Ari Másson var langafi Þorkels Gellissonar og langalangafi Ara fróða. Nú er það alkunnugt, að Þorkell var einn af heimildarmönnum Ara fróða í íslendingabók, enda segir Laxdæla, að Þorkell hafi verið manna fróðastur. Óvíst er, hvenær Þorkell lézt, en faðir hans andaðist árið 1073, og mun Þorkell hafa lifað lengi eftir það, þar sem Ari fróði nam frásagnir af honum. Hugsanlegt er, að Þorkell hafi lifað fram um 1100. Frásögnin um Ara Másson hefur ef til vill fyrst verið færð í letur í riti um Reyknes- ingaætt. Má því ekki þykja ósennilegt, að Ingimundur Einarsson á Reykhól- um hafi fært þessa frásögn og saman- tekt um Reyknesingaætt í letur. Ingi- mundur mun hafa orðið einna fyrstur íslendinga til að skrifa sögur til skemmtunar, og um hann segir Þor- gils saga og Hafliða einnig, að hann hafi verið fræðimaður mikill. En ættfræði og mannfræði voru í þann tíð mjög stundaðar, og enginn er lík- legri til að hafa tekið saman ritling um Reyknesinga ætt en einmitt Ingi- mundur. Og að öllum líkindum hefur hann þekkt Þorkel frænda sinn, þóít aldursmunur þeirra væri mikill. Frá Þorkatli Gellissyni hefur Ingimundur, 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.