Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 65
SVERIiIR KRISTJÁNSSON Um nokkur bréf Matthíasar Jocliumssonar FVRIR nokkru koni út nýtt bréfa- safn eftir séra Matthías Jochums- son, bréf hans til Hannesar Hafsteins, í vandaðri og greinagóðri útgáfu Kristjáns Albertssonar. Er þetta góð viðbót við Bréj Matthíasar, sem Stein- grímur læknir sonur hans gaf út 1935, en þó eru ekki öll kurl komin enn til grafar, því að mikill fjöldi bréfa Matthíasar er enn óútgefinn og má þar einkum nefna bréf hans til er- lendra manna og væri ekki ófróðlegt ef gerð væri gangskör að því að hafa upp á þeim. Mér er til efs hvort nokk- ur annar íslenzkur maður samtíða séra Matthíasi hafi skrifazt svo mjög á við erlenda menn og hann. Alla ævi var Matthías Jochumsson að brjótast út úr íslenzkri einangrun, honum var rík innri þörf að blanda geði við erlenda menn, enda fann hann sárt til þess hve andlega ein- mana hann var um langa stund meðal landa sinna. Á skjalasöfnum Kaup- mannahafnar er allmargt bréfa frá Matthíasi bæði til íslendinga og er- Iendra manna og hafa þau lítt verið könnuð. Þó má geta þess hér, að í hinni miklu bréfaútgáfu Brandesar- bræðra, Georgs og Edvards, hafa ver- ið birt bréf Matthíasar til Georgs Brandesar: Georg og Edv. Brandes Brevveksling med nordiske Forjat- tere og Videnskabsmœnd, III. bindi, 1940. Það má furðulegt heita, að enginn skuli hafa orðið til þess, innan kirkju eða utan, að gera séra Matthíasi Joc- humssyni nokkur skil, svo merkileg sem ævi hans er og andleg þróun öll. Hann er ásamt séra Páli Sigurðssyni í Gaulverjabæ einn fyrsti klerkur ís- lenzku þjóðkirkunnar, sem varpar af sér viðjum hins lúterska rétttrúnaðar, reynir að dæla nýjum lífsstraumum inn í hið aldna hrör kirkjunnar, er jafnan fullur efasemda, á í látlausri baráttu við að skilja tilveruna og sætta hana við sína íslenzku barna- trú. Það væri vissulega veglegt verk- efni menntuðum guðfræðingi að rekja ævi og þróun hins gamla skáld- mærings, sem lifði fastar með öld sinni og andlegum idðfangsefnum hennar en dæmi eru til um aðra sam- tíðarmenn hans íslenzka. 55

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.