Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 69
UM NOKKUR BREF MATTHIASAR JOCHUMSSONAR þetta skáld var um leið einhver mesti andlegur einstæðingur þjóðarinnar, dæmdur til „Síberíu sálarfrostsins“ eins og hann kemst að orði í bréfi til hins unga vinar síns, Hannesar Haf- steins. I bréfum Matthíasar andar stunduin örvinglun vegna hlutskiptis síns við prestskap á íslandi: „Annars vil eg kveðj a þetta — þetta land; væri eg ekki á því alinn skyldi eg hrópa það út sem hundaland og hormera- patríu.“ (Bréf iil H. Hbls. 49.1 En sárast sveið honum hin andlega ör- tröð á íslandi, mókið, ládeyðan, og öfundaði aðrar þjóðir fyrir það, „að hjá þeim er líf og debat og flokkar og diskussionir og stríð og hreyfing.“ (Bréf, bls. 378, til séra Valdimars Briem 1887.) í fásinni og einveru reynir hann eftir mætti að fylgjast með öllum nýjungum í trúmálum, bókmenntum og vísindum, lítur for- vitnum spurulum augum á þau við- fangsefni, sem vakna í hugmynda- heimi 19. aldar, og jafnan verður það vandamálið áleitnara við hann. hvern- ig skipa skuli trú og vísindum. Hann mun lengi hafa verið einn um þetta viðfangsefni meðal kirkiunnar manna íslenzkra. Að minnsta kosti kvartar hann um einveruna í bréfi til Valdi- mars Briem, 29. júní 1891: „Mikill stórskaði er það og sorg fyrir mig, sem tel þig með hinum allra merkustu andans mönnum, sem okkar tungu tala, að þú varst tómur sveitaprestur. og getur mjög lítið fylgt hinum mesta debat, og langmerkasta: probleminu trú og vísindi. Þú getur nú að vísu sagt: Hvað vinnur þú meira eða græðir? Þú sem þykist fróðari vera um þessa baráttu? Og satt að segja er svar mitt: Eg veit ekki. Einasta liggur mér líka á vörum þetta: Þá vœri einn maSur á íslandi sem skildi mig — og sampíndist með mér.“ (Bréf, bls. 390.) Allt til æviloka vafðist þetta við- fangsefni fyrir séra Matthíasi og hann fór svo í gröfina, að hann hélt bæði guðstrú sinni og mannviti. Þó har það stundum við, að hann leyfði sér að efast um tilveru guðs, ekki af skynsemisástæðum, heldur af mann- úðarástæðum. Árið 1913 skrifar hann Steingrími Thorsteinsson forn- vini sínum þessi orð: „Eða hver mundi ekki kalla mig abnorm eða vit- skertan, þegar ég færi að segja frá næturstundum og stefnuförum sálar- innar til Guðs dyra, til að krefja hann svars og réttlætingar gerða sinnar stjórnar á þessum útburðú sem við byggjum og köllum jörð. T. d. Drott- inn (sem við köllum)! segðu mér: hvernig stendur á með þessar 100 þúsundir, sem í nótt kveljast í myrkra- stofum eða eru að deyja? Hvernig er með þetta Rússland? Þetta á Balk- an?“ (Bréf, bls. 112). Þannig gat hinn gamli þjóðkirkjuprestur spurt á hljóðum andvökunóttum þegar efinn um almætti drottins sótti á hann. En guðstrú hans stóð af sér alla storma. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.