Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 3

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ■ 22. ÁRG. • MAÍ 1961 • 2. HEFTI FIMMTÁN ÁRA STRÍÐ GEGN ÞJÓÐERNI OG LÝÐRÆÐI TT'immtán ár verða liðin í haust síðan Alþingi samþykkti með 32 atkvæðum gegn 19, eftir -I- að tillaga um þjóðaratkvæði hafði verið felld með 27 gegn 24 atkvæðum, að láta er- lendri ríkisstjórn í té sérstök réttindi á íslenzkri grund og afhenda íslenzka lögsögu yfir hluta af landinu. Þetta gerðist í það mund sem vér áttum samkvæmt „herverndarsamn- ingnum“ frá 1941 og loforðum Bandaríkjastjórnar að vera búnir að endurheimta öll yfir- ráð yfir landi voru. Þessir atburðir 1946, og forleikur þeirra 1945, eru aðeins upphafið að ljótri sögu; aðrir samningar og lagagerðir og lögleysur fóru á eftir, sem út af fyrir sig og hver í sínu lagi voru enn hættulegri íslenzku fullveldi en samningurinn frá 1946: Innganga í Atlantshafs- bandalagið 1949, ódulbúið nýtt hernám fyrir réttum tíu árum; og nú síðast hefur bætzt við samkomulagið við Breta um landhelgina. En tvímælalaust má telja, — enda þótt oss finnist nú í dag að afdrifaríkari atburðir hafi orðið 1949 og 1951 heldur en 1946, — að árið 1946 sé hið mikla örlagaár í sögu síð- ustu tuttugu ára. Þá var það að manndómur íslenzkrar borgarastéttar brast um þvert og leiddi með sér í niðurlæginguna, eins og vani er, þá stjórnmálamenn sem háðastir eru mið- sóknarafli hins borgaralega valds. Þau fullveldisafsöl sem síðan hafa farið fram eru ekki nema rökrétt og nærri óhjákvæmileg afleiðing uppgjafarinnar 1946; og þegar þar að kem- ur að unnt verður að skýra á gagngerðari hátt en nú eru tök á bæði þær ytri forsendur og innri hvatir sem hafa knúið borgaralega forustumenn áfram til sífellt meiri eftirlátssemi við erlent vald, svo og hinar fáránlegu aðferðir þeirra í þessum málum, þá verður nauðsyn- legt að veita sérstaka athygli upphafsþætti þessa ferils. Á árunum 1945-—1946 eru sem sé undanhaldsviðbrögð fyrirmannanna ekki enn orðin ósjálfráð og ógagnsæ, og taugakerfi borgarastéttarinnar býr þá enn yfir svolitlum lærdómsríkum mótþróa sem sviptir hér og hvar hulunni innan frá af raunverulegu eðli atburðanna. En þó gögn þessa máls séu ekki enn fyrir hendi nema að litlu leyti, og margt sé á huldu um undirræturnar, þá er nóg efni til í spumingar sem era þess eðlis, að þó ekki sé gert annað en bera þær fram geta þær varpað ljósi á söguna sem gerzt hefur og er að gerast. Eina af þessum spumingum, sem vert er að setja fram og velta fyrir sér þó þeim verði varla svarað á óyggjandi hátt, mætti orða eitthvað á þessa leið: Er hægt að neita því að einhverjir af oddvitum borgarastéttarinnar hafi gert það þvert um geð sér að samþykkja uppgjöfina 1946? — og ef svo var, hvaða hvatir, hvaða nauðsyn, hvaða nauðung knúði þá til þess? Það er auðvitað alkunna að nokkur hluti íslenzku borgarastéttarinnar var tilbúinn að 81 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.