Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 15
DAGRENNING í RÓMÖNSKU AMERÍKU gerzt ærið fjölþreifnir og sölsað til sín bæði laust og fast fé. Þessir herrar vita, að þeir safna glóðum að höfði sér og hafa því allan varann á og koma morð fjár úr Iandi. Þeir Batista frá Kúbu og Jimenez frá Venezúela eru nýlegustu dæmin um slíka að- dráttarmenn, enda stukku þeir úr landi fyrir reiði þjóða sinna. Þá mun vart skorta skotsilfur í útlegðinni, því að þeir lifa eins og greifar, annar á Florída, hinn á Madeira. Byltingar og erjur yfirstéttanna hafa lítið snert almúgann, hann hefur búið sem áður við sult og seyru. A síðari árum, einkum eftir seinni heimsstyrjöld, hafa byltingarnar í rómönsku Ameríku fengið dýpra þjóðfélagslegra innihald, enda hefur stéttabaráttan tekið á sig nýja og ákveðnari mynd með tilkomu og vexti nýrra stétta. Orbirgð rómönsku Ameríku stafar síður en svo af litlum og rýrum land- kostum, því að álfan ber feykiauð í skauti sér, málma og orkulindir. Þar eru í jörðu járn, kopar, sínk, blý, nikkel, báxít, gull, silfur, saltpétur, olía og vatnsafl, og að auki er skóg- lendi mikið og óþrotlegt land til rækt- unar. Stórveldin hafa þess vegna litið þessi lönd girndarauga, og hefur þeim tekizt að koma svo ár sinni fyrir borð, að ekkert ríki þar getur farið eigin götur. Álfan hefur verið vettvangur erlendra ríkja í keppni þeirra um markaði, hráefni og gróða, og þau hafa ekki komið þar að tómum kofun- um, heldur haft ofsagróða af auðlind- um álfunnar. Fyrsta auðvaldsþjóðin, sem reið á vaðið, voru Englendingar, en þeir höfðu þegar á nýlendutímanum reynt að ná fótfestu í Suður-Ameríku. Er nýlendumar hlutu sjálfstæði, hófu Englendingar víðtæka verzlun við þessar þjóðir, og treystu þeir jafn- framt ítök sín þar með fjárlánum og fjárfestingu og urðu þau einkum sterk í Argentínu og Uruguay. Árið 1920 nam fjárfesting þeirra í Suður-Amer- íku 1 milljarði punda. Á ofanverðri 19. öld harðnaði samkeppni og bar- átta auðvaldsríkjanna svo, að enginn afkimi eða heimshorn fékk að vera óáreitt. Þau teygðu armana um allan hnöttinn. I Suður-Ameríku hófu Þjóðverjar, Frakkar og ítalir harða samkeppni við Englendinga, og varð Þjóðverjum drjúgum ágengt síðustu tvo áratugina fyrir heimsstyrjöldina fyrri, en í þeirri styrjöld fóru eignir þeirra og ítök forgörðum. Bandaríkjamenn koma lítillega við sögu Suður-Ameríku nema Mexíkó, en þeir hrifsuðu helming allra landa þess og létu Rio Grande skipta lönd- um. Fram undir lok 19. aldar höfðu þeir yfrið nóg að sýsla heima fyrir, en er landnáminu lauk, var þar risin upp þróttmikil og ágeng stétt kapítal- ista. Bandaríkjamenn lituðust um og sáu, að gróðalindir voru við bæjar- 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.