Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR áhrifum. Roosevelt tók upp svonefnda góðgrannastefnu, en hún var fólgin í því að láta af hernaðaríhlutun og opinskáum afskiptum. Stefna Roose- velts reyndist langtum farsælli og heppilegri en afskiptastefnan, og ávann hún Bandaríkjamönnum nokk- urt traust. Mest reyndi á þolrif þessar- ar stefnu, er Mexíkó tók eignarnámi eignir enskra og bandarískra olíufé- laga 1938. Englendingar slitu þá stjórnmálasambandi við Mexíkó og sterk öfl lögðu þá fast að Roosevelt forseta að fara að þeirra dæmi, en hann neitaði og sat fast við sinn keip. Hann vissi, að góðgrannastefnunni yrði teflt í tvísýnu, ef harðræðum yrði beitt i viðskiptum við Mexíkó. Með stefnu Roosevelts var þó ekki vegið að rótum vandans í samskiptum Bandaríkjanna og rómönsku Amer- íku. Þótt teknir hefðu verið upp kurteislegri umgengnishættir, létu Bandaríkjamenn engar eignir eða ítök af hendi. Enn var stutt við bakið á afturhaldsöflunum og ekki minnkaði vinfengið við Trujilló í Dóminik- anska lýðveldinu, Ubícó í Gvatemala og Sómóza í Níkaragva, en þessir ein- valdar voru á snærum auðfélaganna í löndum sínum. Bandalag yfirstéttanna og hins er- lenda auðmagns hefur verið hinn mikli þröskuldur í vegi framfara í rómönsku Ameríku. Þetta bandalag hefur staðið sem klettur gegn öllum verulegum umbótum, svo sem skipt- ingu jarðnæðis milli bænda og þjóð- nýtingu erlendra eigna. Þetta vald hefur reynzt umbótaöflunum ofurefli allt til þessa dags nema í einu ríki, Kúbu. Þar var gert öflugt og samstillt átak, sem hefur brotið það á bak aft- ur. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar hefur athygli manna beinzt mjög að hinni stórfenglegu þjóðfrelsisbaráttu í Asíu og Afríku. Heimsveldi hafa hrunið og ný sjálfstæð ríki risið upp og hafið uppbyggingu atvinnulífsins, og á alþjóðavettvangi styðja þau sjálfstæðis- og framfarasókn mann- kynsins. En rödd rómönsku Ameríku hefur verið ósköp lágróma og ósjálf- stæð. Hjá Sameinuðu þjóðunum hafa tveir tugir atkvæða fallið eins og bandarískum hagsmunum hefur hent- að bezt. Dynsins frá heimsbyggðinni gætir þó einnig í rómönsku Ameríku; undir yfirborðinu eflist þjóðernisvit- und og stéttvísi hjá þeim stéttum, sem kjörnar eru til þess að leiða rómönsku þjóðirnar út úr stöðnun og áhrifa- leysi. Þessar stéttir eru borgarastétt, verkalýður og bændur. Samfara vaxandi iðnaði og verzlun efldust borgarastéttin og verkalýðs- stéttin. Auðborgararnir eru mjög tví- bentir í afstöðu sinni til þjóðfélags- mála, hluti þeirra, sem er í tengslum við erlendu auðfélögin, vill engar þjóðfélagsbreytingar, en aðrir eru þjóðernissinnaðir og ægir hið mikla 96

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.