Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR landanna hefur á undanförnum árum þokazt talsvert í lýðræðisátt, en rætur þess ná enn ærið skammt. Umbóta- flokkar, sem komizt hafa til valda, hafa litlu megnað, sökum þess að her- inn hefur lagzt gegn róttækum þjóð- félagsumbótum. Slíkar stjómir hafa lifað á náð hersins, en fallið, ef þær unnu sér til óhelgis hjá honum. Víðlendasta og fjölmennasta ríki rómönsku Ameríku er Brasilía og er íbúafjöldi hennar 63 milljónir, en þrátt fyrir stærð sína og fjölmenni á hún engan þátt í mótun heimsmálanna og hefur á alþjóðavettvangi jafnan tekið hlýðnisafstöðu til Bandaríkj- anna. Í Brasilíu eru miklir málmar og önnur nytjaefni í jörðu, skógar óra- víðir og landrými feykilegt, svo að hún telst til mestu framtíðarlanda. Á síðustu áratugum hefur iðnaði fleygt mjög fram, en hann hefur að mestu safnazt saman á tiltölulega litlu svæði, í Sao Paulofylki, svo að þar hefur myndazt fjölmenn borgara- og verka- lýðsstétt. Annars staðar í landinu er iðnaður lítill og atvinnuvegir frum- stæðir, svo að menn búa þar við þrengingar, einkum í norðausturhluta landsins. Brasilía minnir mjög á Bandaríkin fyrir einni öld, á árum ört rísandi iðnaðar og vestursóknar. Sao Paulofylki mun vafalaust gegna hlut- verki Nýja-Englands í uppbyggingu atvinnuveganna. Til þess að beina at- orku þjóðarinnar að hinum strjál- byggðu innhéruðum var fyrir nokkr- um árum hafizt handa að reisa nýja höfuðborg, Brasilíuborg, fjarri sjó, og fluttist ríkisstjórn Brasilíu þangað 21. apríl 1960. Nýr forseti tók við embætti 31. jan- úar s.I., Janío da Silva Quadros, en hann hafði reynzt skörulegur ríkis- stjóri í Sao Paulofylki. Hann er odd- viti borgarastéttarinnar og hefur látið orð falla, að stjórn hans muni taka upp sjálfstæðari utanríkisstefnu en verið hefur, tekið yrði upp viðskipta- og stjórnmálasamband við hin sósíal- ísku lönd og studd yrði upptaka Kína í Sameinuðu þjóðirnar. Tíminn einn mun þó leiða í ljós, hvort Quadros tekst þetta. Bandaríkjamenn eiga mjög sterk ítök í atvinnulífi Brasilíu, þeir eiga hluti í öllum greinum þess, sem máli skipta. Erlendar skuldir nema 3.8 milljörðum dala og halli á fjárlögum 430 milljónum dala. Verð- gildi gjaldmiðilsins cruzeiro hefur stórlega rýrnað; 1956 var hlutfallið 80 móti einum bandarískum dal, en nú 230. Afleiðingin af verðbólgunni er sú, að djúpstæð óánægja ríkir með- al lágstéttanna og verkföll hafa riðið yfir eitt af öðru. Hinn nýi forseti á við ærinn vanda að etja við að koma fjármálum ríkisins á traustan grunn. Hvað sem því líður, hlýtur að koma að því, að Brasilía skipi sér í raðir stórveldanna. Þegar heimsstyrjöldinni lauk, átti Argentína miklar innistæður erlendis. Juan Perón forseti notaði þær til iðn- 98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.