Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 24
HANNES SIGFUSSON Saga yestrænnar íhlutunar í Kína Iellefu ár hefur Bandaríkjastjóm beitt áhrifum sínum til að sporna við því að Kínverska alþýðulýðveld- ið, tæpur fjórðungur mannkyns, nái þeim sjálfsagða rétti að eignast full- trúa á þingi Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjastjórn hefur ekki látið þar við sitja: Hún hefur veitt landflótta stríðsglæpamanni umboð til að ráð- stafa atkvæði og tillögurétti kínversku þjóðarinnar — gegn hagsmunum þessa sama mannkynsfjórðungs. Til þessa ólýðræðislega ofbeldis- verks hefur Bandaríkjastjórn notið stuðnings og fulltingis vestrænna handamanna sinna og ýmissa leppa víðsvegar um heim, þeirra sem fjálg- legast tala um lýðræðið og frelsið. Nú geta þeir, sem styðja Sjang Kæ- sjek, ekki skotið sér á bak við fávizk- una og látið sem þeir viti ekki hvaða misindismann þeir eru að styðja til áhrifa um gang heimsmálanna. Fyrir því eru ljós rök, útgefin í skýrsluformi af Bandaríkjastjóm sjálfri, að Sjang Kæ-sjek hafði fyrir löngu glatað trausti og virðingu þjóðar sinnar þeg- ar hann hrökklaðist út á Formósu með leifar hers síns og bitlingalýðs. Fáir stjórnmálabraskarar hafa verið afhjúpaðir jafn rækilega og miskunn- arlaust af vinum sínum og stuðnings- mönnum og þessi einvaldi böðull. Og fáum byltingarstj órnum hefur verið hrósað jafn eindregið af fjandmönn- um sínum og kínversku alþýðustj órn- inni — af fulltrúum Bandaríkja- stjórnar í áðurnefndri skýrslu. Allt hefur legið ljóst fyrir um þetta mál frá upphafi. Skýrsla Bandaríkja- stjórnar kom út í bókarformi 1949, um það bil sem Kínverska alþýðulýð- veldið var stofnað, og hefur síðan ver- ið aðgengileg öllum almenningi. Raunin hefur líka orðið sú, að ýms- um vestrænum ríkisstj órnum hefur ekki þótt stætt á því til lengdar að af- neita jafn augljósri staðreynd og Kín- verska alþýðulýðveldinu, þjóðríki 670 milljóna manna, og hafa því við- urkennt hana, án þess þó að þeim vaknaði jafnframt sérstök ástríða til að berjast fyrir aðild þessara millj- óna að samfélagi þjóðanna. Meðal þessara ríkja eru Bretland og Norður- löndin öll — að íslandi undanskildu. 102

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.