Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 24
HANNES SIGFUSSON Saga yestrænnar íhlutunar í Kína Iellefu ár hefur Bandaríkjastjóm beitt áhrifum sínum til að sporna við því að Kínverska alþýðulýðveld- ið, tæpur fjórðungur mannkyns, nái þeim sjálfsagða rétti að eignast full- trúa á þingi Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjastjórn hefur ekki látið þar við sitja: Hún hefur veitt landflótta stríðsglæpamanni umboð til að ráð- stafa atkvæði og tillögurétti kínversku þjóðarinnar — gegn hagsmunum þessa sama mannkynsfjórðungs. Til þessa ólýðræðislega ofbeldis- verks hefur Bandaríkjastjórn notið stuðnings og fulltingis vestrænna handamanna sinna og ýmissa leppa víðsvegar um heim, þeirra sem fjálg- legast tala um lýðræðið og frelsið. Nú geta þeir, sem styðja Sjang Kæ- sjek, ekki skotið sér á bak við fávizk- una og látið sem þeir viti ekki hvaða misindismann þeir eru að styðja til áhrifa um gang heimsmálanna. Fyrir því eru ljós rök, útgefin í skýrsluformi af Bandaríkjastjóm sjálfri, að Sjang Kæ-sjek hafði fyrir löngu glatað trausti og virðingu þjóðar sinnar þeg- ar hann hrökklaðist út á Formósu með leifar hers síns og bitlingalýðs. Fáir stjórnmálabraskarar hafa verið afhjúpaðir jafn rækilega og miskunn- arlaust af vinum sínum og stuðnings- mönnum og þessi einvaldi böðull. Og fáum byltingarstj órnum hefur verið hrósað jafn eindregið af fjandmönn- um sínum og kínversku alþýðustj órn- inni — af fulltrúum Bandaríkja- stjórnar í áðurnefndri skýrslu. Allt hefur legið ljóst fyrir um þetta mál frá upphafi. Skýrsla Bandaríkja- stjórnar kom út í bókarformi 1949, um það bil sem Kínverska alþýðulýð- veldið var stofnað, og hefur síðan ver- ið aðgengileg öllum almenningi. Raunin hefur líka orðið sú, að ýms- um vestrænum ríkisstj órnum hefur ekki þótt stætt á því til lengdar að af- neita jafn augljósri staðreynd og Kín- verska alþýðulýðveldinu, þjóðríki 670 milljóna manna, og hafa því við- urkennt hana, án þess þó að þeim vaknaði jafnframt sérstök ástríða til að berjast fyrir aðild þessara millj- óna að samfélagi þjóðanna. Meðal þessara ríkja eru Bretland og Norður- löndin öll — að íslandi undanskildu. 102
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.