Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 32
TÍMAKIT MÁLS OG MENNINGAR „Hann mun, sennilega óafvitandi, benda okkur á hvar fleygnum skuli beitt, hvar hagkvæmast er að koma vogarstönginni fyrir; og innan fárra ára munum við verða vitni að því, hvernig hinum evrópsku áhrifum, sem hingað til hafa mátt sín svo lítils innan skrautveggja keisarahallarinn- ar í Peking, vex ásmegin við konungs- hirðir fjölda smáríkja sem áður mynduðu volduga heild“ (Tyler Dennett: Americans in Eastern Asia). Eftir að Vesturveldin höfðu endan- lega valið keisarastjórnina sem lepp sinn gerðu þau ráðstafanir til að tryggja sér auðsveipni hennar um alla framtíð. Taka kínverskrar ópíum- duggu, sem sigldi undir hrezkum fána, var notuð sem átylla til að segja keisarastjórninni stríð á hendur. Þessi styrjöld var nefnd Síðara ópí- umstríðið. 1857—8 var skotið af fall- byssum á Kanton. Og til að ógna keis- arastjórninni enn frekar var brezk- franskur her settur á land í Tientsin, tæplega 100 kílómetra frá Peking. Enn varð keisarastjórnin að láta undan ofbeldinu og ganga til samn- inga (í Tientsin 1858). Ákvæði þeirra samninga voru m. a. þessi: Keisarastjórninni var gert að greiða geysiháar stríðsskaðabæt- ur; útlendingar skyldu fá búsetu- leyfi í Peking; ópíumsala og trú- boðsstarfsemi (!) skyldu leyfð með lögum; nýjar hafnir skyldu látnar af hendi við útlendinga og þeir skyldu sjálfir ráða tollum og verðlagi á aðfluttum varningi. Ennfremur var Vesturveldunum heimilað að flytja út kínverskt verka- fólk til vinnu í nýlendum sínum. Þetta ákvæði varð upphaf hinna fúlmann- legu „viðskipta“, sem rekin voru um langt árabil með kínverska bændur er seldir voru til nauðungarvinnu á ekr- um og í námum, frá Malajaríkjum til vesturhéraða Banaríkjanna. Zar-Rúss- land og Bandaríkin, sem ekki höfðu lýst stríði á hendur Kínverjum en hinsvegar tekið þátt í styrjöldinni, gerðti samskonar samning við keis- arastjórnina í krafti gamla ákvæðis- ins um „uppáhaldsþjóðirnar“, sem sjálfkrafa hlutu öll fríðindi er öðrum þjóðum voru veitt í Kína. Keisarastjórnin gerði síðan eina tilraun til að rifta þessum nýju nauð- ungarsamningum, en þá stóð ekki á svarinu: brezk-franskar hersveitir ruddust inn í höfuðborgina og lögðu eld í sumarhöll keisarans. Viktor Hugo skrifaði um þennan atburð: „Einn góðan veðurdag brutust tveir ræningjar inn í Sumarhöllina. Annar rændi og hinn kveikti í ... Önnur kempan fyllti vasa sína, hin fyllti mörg koffort; og þeir komu aftur heim til Evrópu, leiddust, og hlógu mikinn.“ Árin 1861—62 tóku Bretar og Frakkar beinan þátt í styrjöldinni gegn Tæpingstjórninni. Með þeirra hjálp tókst keisarastjórninni loks að 110
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.