Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 37
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA einnig að hagnast hvor á öðrum. Loks féllust þó hin stórveldin á tillöguna, einkum til að forðast styrj aldarátök sem ekkert þeirra kærði sig um. Þar með hafði heimsvaldastefnan tekið á sig það nútímasnið sem hún hefur enn í dag, þar sem fjármála- valdinu er miskunnarlaust beitt til kúgunar undir yfirskini „frelsis“, „jafnréttis“ og fagurra „hugsjóna“. Upphaf kinverskrar þjóðfrelsishreyfingar En ekki höfðu Bandaríkjamenn fyrr „opnað dyrnar“ í Kína en voldug hreyfing reis með þjóðinni til andófs hinum erlendu innbrotsþjófum og hinum innlenda leppi þeirra, keisara- stjórninni. í fyrstu var þessi hreyfing blint afl, frumkraftur sem ekki beind- ist að neinu skýru markmiði; en smám saman þróaðist hún og fékk á sig snið borgaralegrar þjóðfrelsisbar- áttu, og loks sósíaliskrar byltingar. Segja má að frá aldamótum og fram til 1949, þegar leppurinn Sjang Kæ- sjek var hrakinn úr landi, verði ekkert lát á baráttu kínversku þjóðarinnar við að losa sig úr klóm hinna kín- versk-erlendu böðla. Boxarauppreisnin hófst 1899 eins og alda réttlátrar reiði vegna yfir- gangs og ofstopa „erlendu djöflanna“. Þessi reiði- og byltingaralda reis svo hátt, að keisarastjórnin varð gripin ótta um að hún myndi skolast burt með henni, og tók það ráð að láta eins og hún fylgdi uppreisnarmönnum að málum. Loks neyddist hún beinlínis til að lýsa stríði á hendur nýlendu- veldunum. En jafnframt sendi hún leynileg skilaboð til þessara sömu ríkja, þar sem þau voru beðin að láta ekki sýndarmennsku keisarastjórnar- innar villa um fyrir sér og að gruna hana ekki um þá kórvillu að hafa „tek- ið upp hanzkann fyrir almúgann“. Loks grátbændi hún nýlenduveldin um hernaðaraðstoð til að koma sér úr þessari „klípu“. Þessi „löglega beiðni“ gaf Bret- landi, Bandaríkjunum, Þýzkalandi, Zar-Rússlandi, Frakklandi, Japan, Italíu og Austurríki átyllu til að senda fjölmennan her til Kína og kæfa Box- arauppreisnina í blóði. Enn einu sinni höfðu Vesturveldin greitt lýðræðinu atkvæði sitt. Næsta áratuginn, frá 1901—11, óx þjóðfrelsishreyfingunni afl og fylgi hröðum skrefum, þó að kyrrt væri að mestu á yfirborðinu. Borgarastéttin með unga menntamenn í broddi fylk- ingar tók við byltingarforvstunni af bændunum og samdi sér stefnuskrá eftir borgaralegum fyrirmyndum. Keisarastjóminni skyldi velt, léns- skipulaginu aflétt og komið á þing- ræðisstjórn. Leiðtogi þessarar hreyf- ingar var dr. Sun Jat-sen, er síðar varð stofnandi og höfuðleiðtogi Kuo- mintang-flokksins. Hann var að vísu í útlegð um þessar mundir, en var óþreytandi að ferðast um og skipu- 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.