Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 39
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA ingja sem svikið hafði þjóðfrelsis- hreyfinguna í tryggðum og gengið í her keisarans. Hann var í skyndi dubbaður til forsætisráðherra og lát- inn hefja samningaumleitanir við Suður-Kína-lýðveldið, styrktur hót- unum Vesturveldanna um íhlutun ef ekki semdist. Með aðstoð hægrisinn- aðra afla, er „gengið höfðu í lið með byltingarmönnum“ á síðustu stundu, tókst honum að koma á vopnahléi skömmu áður en Sun Jat-sen, hinn vinsæli leiðtogi byltingarmanna, kom heim úr tuttugu ára útlegð. 1. febrúar 1912 kjöru byltingarmenn Sun Jat- sen fyrsta forseta lýðveldisins, með aðsetri í Nanking, hinni fomu höfuð- borg Tæpingbyltingarinnar. Hinn nýi leppur Vesturveldanna, Juan Shi-kæ, brá snöggt við, neyddi keisarastjórnina til að segja af sér og tók sjálfur við völdum í Peking. Tveim dögum síðar lét Sun Jat-sen af embætti forseta og afhenti völd sín í hendur svikaranum í þeirri trú að byltingin hefði heppnazt og raunveru- legt lýðveldi væri stofnsett í landinu (Þess má geta að Vesturveldin höfðu heitið lýðveldinu fullri viðurkenningu og ríflegri fjárhagsaðstoð — með því skilyrði að Juari yrði forseti). En brátt kom á daginn að bylting- armenn höfðu verið hörmulega blekktir. „Lýðveldið“ var ekki annað en nafnið tómt. Stjómarskrá „lýð- veldisins“, sem birt var 10. marz 1912, kvað svo á, að atkvæðisréttur skyldi bundinn við eignir, þannig að langmestur hluti þjóðarinnar fékk enga aðstöðu til áhrifa um stjórn landsins. Sama ár voru bændur, sem gert höfðu sér vonir um nokkrar kjarabætur, drepnir þúsundum saman af hermönnum stjómarinnar, sem gekk nú harðar fram en nokkru sinni fyrr við innheimtu landsskulda fyrir aðalinn og tolla og skatta fyrir ríkis- stjórnina. Flokkur Sun Jat-sens fékk að vísu meirihluta þingsæta við kosningarn- ar, en hægrimenn réðu nú stefnu hans, enda var nafni hans breytt — hét nú Kuomintang. Þrátt fyrir meirihluta sinn á þingi varð aldrei úr að hann myndaði ríkisstjórn, því flugumenn Juans myrtu forsætisráðherraefni hans. En það er til marks um lýðræð- isást Vesturveldanna, að þá fyrst er leppurinn hafði þannig sannað ein- dreginn vilja sinn til að útrýma bylt- ingaröflunum efndu þau heit sitt og lánuðu ríkisstjórn hans 25 milljónir sterlingspunda. Bandarísk blöð voru sérstaklega hrifin af ódæðinu og lof- uðu Juan hástöfum sem hinn „sterka mann“ í Kína. Árið 1913, þegar „lýðveldisstjórn- in“ hafði afhjúpað eðli sitt að fullu, hóf Sun Jat-sen nýja byltingartilraun. En hún rann út í sandinn eftir nokk- urra mánaða bardaga. Juan notaði þá tækifærið til að banna Kuomintang- flokkinn og flæma Sun Jat-sen í út- legð. 117

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.