Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 58
TIMARIT MÁLS OG MENNINGAR er ekki fljótlesinn, þá má á hinn bóginn segja að þær ljái ritum hans sérstaka töfra: les- andinn er fyrir bragðið beinlínis áborfandi að tilorðningu hugsunar hans. Menn þurfa ekki að vera sammála Gramsci í hverju atriði til þess að meta rit hans. Óum- deilanlegt er til dæmis að þessi andfasisti gat ekki gert sér í hugarlund allar afleiðingar fasismans, — ekki frekar en hinir þýzku andfasistar fyrir stríð gátu haft ímyndunarafl til að gera sér grein fyrir öðru en ofurlitlum skugga af hinu nazistíska æði. En hver hug- mynd hans er vekjandi og umhugsunarverð. Skarpleiki hans, róleg og hlutlæg athugun á hverju efni, ásamt jafnvægi sem vel mætti kalla latneskt, gerir rit hans að einhverju at- hyglisverðasta framlagi til marxistískra bókmennta á síðustu áratugum. Þau þrjú brot úr ritum Gramsci sem hér eru birt eru þýdd lauslega úr frönsku, en í Frakklandi kom út úrval rita hans í einu bindi árið 1959: Œvres choisies. Editions sociales. Paris Um bókmenntagagnrýni Listin er list en ekki pólitískur áróður, meðvitaður og fyrirsettur. Hindrar þessi hugmynd í raun og veru mótun ákveðinna menningar- stefna, sem geti verið spegill tímans og styrkur ákveðnum pólitískum straumum? Því virðist ekki svo hátt- að, öðru nær. Það virðist að slík hug- mynd geri viðfangsefninu róttækari skil og geti orðið undirstaða árang- ursríkari og þýðingarmeiri gagnrýni. Setjum svo að ekki beri að leita að öðru í listaverki en listrænum ein- kennum þess. Þar með er ekki sagt að menn skuli gefa upp á bátinn að leita að því hvaða tilfinningasamstæða, hvaða afstaða til lífsins gagntaki sjálft listaverkið. Þetta er einmitt sjónarmið sem viðurkennt er í fagur- fræði nútímans. Það kemur fvrir bæði hjá De Sanctis og Croce. Aðeins því er neitað að listaverk geti verið fagurt af siðferðilegu og pólitísku innihaldi sínu án þess að vera fagurt af forminu sem innihaldið hefur sam- S.D. einazt og samsamazt. Og ennfremur þetta: það ber að athuga hvort lista- verk hefur ekki mistekizt vegna þess, að höfundurinn hefur verið afvega- leiddur af hagnýtum viðfangsefnum sem eru honum annarleg, það er að segja tilgerð og óeinlæg. Það virðist vera mergurinn málsins. X .. . vill af tilgerð setja fram ákveðið innihald og hann skapar ekki listaverk. Listrænn vanskapnaður verksins (því X .. . hefur sýnt að hann er listamaður í öðrum verkum þar sem hann hefur í raun og veru túlkað tilfinningar sínar og reynslu) sýnir að X .. . er þetta efni ómeðfærilegt og óþjált, að hrifn- ing X .. . er tilgerð og fyrirskipuð, að X ... er ekki í raun og veru lista- maður í meðferð þessa efnis, heldur þjónn sem vill þóknast herrum sínum. Það er þá um tvennskonar fyrirbæri að ræða: fagurfræðileg eða listræn, og menningarpólitísk (þ. e. a. s. póli- tísk). Reynist eitthvert listaverk sneytt listrænu gildi, getur pólitískur gagn- rýnandi notfært sér þá staðreynd til 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.