Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 59
UM BÓKMENNTIR OG GAGNRÝNI að sýna að listamaðurinn X ... heyr- ir ekki til ákveðnum pólitískum heimi; og úr því skapgerð hans er framar öllu listamannsskapgerð, þá hefur þessi pólitíski heimur engin áhrif á persónulegt eðli hans, er því enginn veruleiki. X . . . er þar af leið- andi pólitískur trúður, hann vill telja mönnum trú um að hann sé það sem hann ekki er osfrv. Pólitískur gagn- rýnandi ræðst því ekki á manninn sem listamann, heldur sem „pólitískan hentistefnumann“. Stjórnmálamenn reyna með áróðri að fá því framgengt að list samtímans túlki ákveðinn menningarlegan heim: slíkt er pólitísk starfsemi en ekki list- gagnrýni: ef sú menning sem barizt er fyrir er lifandi og nauðsynlegur veruleiki, verður framsókn hennar ómótstæðileg og hún mun eignast sína listamenn. En komi þessi ómótstæði- leiki ekki í ljós og orki ekki á menn, þrátt fyrir áróðurinn, þýðir það að um var að ræða innantóman gervi- heim, sem miðlungsmenn hafa búið til á pappímum. Og þá tekur sárt að þeim meiri menn skuli ekki vera þeim sammála. Þegar rætt er um tengslin milli bók- mennta og stjórnmála ber reyndar að hafa í huga, að bókmenntamaðurinn verður óhjákvæmilega að hafa óná- kvæmari og óskilgreindari viðhorf en stjórnmálamaðurinn. Hann má ekki vera eins „einsýnn“, ef nota má það orð. Stjórnmálamanninum virðist sérhver mynd sem er fyrirfram skorð- uð vera afturhaldssöm: stjórnmálin líta á hreyfinguna í heild og á verð- andina. En listamaðurinn verður að hafa til umráða „fastmótaðar“ mynd- ir, í endanlegu formi. Stjórnmála- maðurinn gerir sér mynd af mannin- um eins og hann er og jafnframt eins og hann ætti að vera til að ná ein- hverju ákveðnu takmarki. Viðleitni hans miðar einmitt að því að hvetja menn til að hefjast handa, að breyta núverandi hátterni sínu til þess að þeir verði færir um það í sameiningu að ná settu markmiði, það er að segja, að „aðlagast“ þessu markmiði. Lista- maðurinn er óhjákvæmilega fulltrúi „þess sem er“ hverju sinni, persónu- lega, í andófi gegn ríkjandi venjum osfrv., á raunsæjan hátt. Því verður stjórnmálamaðurinn aldrei ánægður með listamanninn frá pólitísku sjón- armiði, og getur ekki orðið það: hon- um virðist hann alltaf á eftir sínum tíma, að þróun raunveruleikans dragi hann alltaf uppi. Um aðfero gagnrýninnar Það væri fjarstæða að búast við því að á hverju ári, eða jafnvel á hverju tíu ára tímabili, komi fram í bókmenntum einhvers lands verk á borð við I Promessi sposi eða I Sepolcri osfrv.1 Þar af leiðir að 1 Tvö höfuffverk ítalskra bókmennta. 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.