Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 59
UM BÓKMENNTIR OG GAGNRÝNI að sýna að listamaðurinn X ... heyr- ir ekki til ákveðnum pólitískum heimi; og úr því skapgerð hans er framar öllu listamannsskapgerð, þá hefur þessi pólitíski heimur engin áhrif á persónulegt eðli hans, er því enginn veruleiki. X . . . er þar af leið- andi pólitískur trúður, hann vill telja mönnum trú um að hann sé það sem hann ekki er osfrv. Pólitískur gagn- rýnandi ræðst því ekki á manninn sem listamann, heldur sem „pólitískan hentistefnumann“. Stjórnmálamenn reyna með áróðri að fá því framgengt að list samtímans túlki ákveðinn menningarlegan heim: slíkt er pólitísk starfsemi en ekki list- gagnrýni: ef sú menning sem barizt er fyrir er lifandi og nauðsynlegur veruleiki, verður framsókn hennar ómótstæðileg og hún mun eignast sína listamenn. En komi þessi ómótstæði- leiki ekki í ljós og orki ekki á menn, þrátt fyrir áróðurinn, þýðir það að um var að ræða innantóman gervi- heim, sem miðlungsmenn hafa búið til á pappímum. Og þá tekur sárt að þeim meiri menn skuli ekki vera þeim sammála. Þegar rætt er um tengslin milli bók- mennta og stjórnmála ber reyndar að hafa í huga, að bókmenntamaðurinn verður óhjákvæmilega að hafa óná- kvæmari og óskilgreindari viðhorf en stjórnmálamaðurinn. Hann má ekki vera eins „einsýnn“, ef nota má það orð. Stjórnmálamanninum virðist sérhver mynd sem er fyrirfram skorð- uð vera afturhaldssöm: stjórnmálin líta á hreyfinguna í heild og á verð- andina. En listamaðurinn verður að hafa til umráða „fastmótaðar“ mynd- ir, í endanlegu formi. Stjórnmála- maðurinn gerir sér mynd af mannin- um eins og hann er og jafnframt eins og hann ætti að vera til að ná ein- hverju ákveðnu takmarki. Viðleitni hans miðar einmitt að því að hvetja menn til að hefjast handa, að breyta núverandi hátterni sínu til þess að þeir verði færir um það í sameiningu að ná settu markmiði, það er að segja, að „aðlagast“ þessu markmiði. Lista- maðurinn er óhjákvæmilega fulltrúi „þess sem er“ hverju sinni, persónu- lega, í andófi gegn ríkjandi venjum osfrv., á raunsæjan hátt. Því verður stjórnmálamaðurinn aldrei ánægður með listamanninn frá pólitísku sjón- armiði, og getur ekki orðið það: hon- um virðist hann alltaf á eftir sínum tíma, að þróun raunveruleikans dragi hann alltaf uppi. Um aðfero gagnrýninnar Það væri fjarstæða að búast við því að á hverju ári, eða jafnvel á hverju tíu ára tímabili, komi fram í bókmenntum einhvers lands verk á borð við I Promessi sposi eða I Sepolcri osfrv.1 Þar af leiðir að 1 Tvö höfuffverk ítalskra bókmennta. 137

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.