Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 61
UM BÓKMENNTIR OG GAGNRÝNI ástandið verra þar sem ekki einusinni neitt meiriháttar hagnýtt starf kemur í stað hins listræna tóms. í raun koma öll nýsköpunaröfl fram sem kúgunaröfl gagnvart andstæðing- um sínum, en þau bera í sér þroska, þar sem þau leysa úr læðingi leynda krafta og auka þeim megin. Þroskinn er umfram allt einkenni þeirra. Melódramatískur smekkur Hvernig á að berjast gegn hinum melódramatíska smekk ítalskra al- þýðumanna, sem kemur fram í mati þeirra á bókmenntum og sér í lagi á skáldskap? Þeir halda að skáldskapur auðkennist af nokkrum ytri formsat- riðum, svo sem rími og glamrandi hljóðfalli, en einkum þó af tilgerðar- legum hátíðleika og ræðumennsku, og melódramatískri tilfinningasemi, það er að segja af leikhúsmáli ásamt fyrndu orðavali. Eina orsök þessa smekks er að finna í þeirri staðreynd að hann hefur ekki mótazt með lestri og persónulegri íhugun skáldskapar og lista, heldur á félagslegum veltvangi, fyrir áhrif ræðuhalda og leikhússýninga. Og þeg- ar talað er um ræðumennsku dugir ekki að vísa til hinna fornfrægu al- þýðuþinga heldur verður að hafa í huga hverskonar ræðuhöld í sveitum og bæjum. í sveitum er til dæmis fylgzt af miklum áhuga með líkræð- um og málaferlum: þesskonar skemmtanir eiga sína föstu áhangend- ur. Stundum eru dómssalir undirrétta troðfullir af fólki sem festir sér í minni velmæltar setningar og hátíð- leg orð. Sama er að segja um greftr- anir fyrirmanna: þangað flykkist fjöldi manns, oft í þeim tilgangi ein- um að hlusta á ræðurnar ... Gegn þessum smekk má berjast með tvennu móti: með því að gagn- rýna hann vægðarlaust og einnig með því að útbreiða skáldverk, sem eru rit- uð eða þýdd á „óakademíska“ tungu og tjá tilfinningar sem hvorki teljast til ræðumennsku né melódramatískra úthellinga. 139

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.