Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 64
TIMARIT MALS OG MENNINGAR mönnum neitt.“ Þetta er ekki rétt: lítið á sögu beggja landanna og samskipti jieirra. Þau hófust 1848 þegar þið reynduð að fá Kúbu keypta fyrir 100 milljónir dollara. Þið reynduð aftur nokkruin árum síðar, en Spánn vildi ekki selja. Bandaríkin undu því illa. Suðurríkin vildu koma þrældóms- fjötrunum á Kúbu, og þegar bún fékkst ekki keypt, gáfu nokkrir sendimenn Bandaríkj- anna út „Ostend-yfirlýsinguna“. Þar segir að landfræðilega sé Kúba hluti af Banda- ríkjunum; ef þau geti ekki fengið hana keypta, hafi þau „samkvæmt öllum guðs og manna lögum rétt til þess að taka hana með valdi.“ Til þess kom ekki: Kúba var áfram undir oki Spánverja; og við héldum áfram baráttu okkar til að losna undan því oki. Seint á sjötta tug 19. aldar hófum við uppreisn, sem stóð í næstu tíu ár; við kröfðumst þess að þrælum yrði gefið frelsi og að Kúbumenn fengju sjálfir að ráða málum sínum. En þrælarnir fengu ekki frelsi fyrr en tuttugu árum síðar og Kúba hlaut ekki sjálfstæði. Loks árið 1895 gerðu Kúbumenn uppreisn á ný, innblásnir af eldmóði José Martí. Spánverjar sendu tugi þúsunda hermanna á vettvang, en þeir gátu ekki ráðið niðurlög- um skæruliðanna. Næsta ár sendu Spán- verjar mikinn hershöfðingja og hann „breytti Kúbu í safn fangabúða", og í þeim varð þjóðin að þola hörmungar. Baráttan var löng og hörð og jarðir lögð- ust í eyði, en bandarískir kaupsýslumenn högnuðust á eymd okkar. Þeir keyptu land eftir eyðinguna. A síðustu tveim tugum 19. aldarinnar sóttust amerískir bankamenn mjög eftir sykurplantekrum. Árið 1896 höfðu þeir eignazt um 30 milljónir dollara af eigum okkar. Þeir keyptu líka kúbansk- ar námur — járn-, nikkel- og mangannám- ur. í byrjun 20. aldar áttu Bandaríkjamenn sykur- og tóbaksplantekrur og námur á Kúbu að verðmæti 50 milljónir dollara. Hvað höfðust Kúbumenn að meðan þessu fór fram? Þeir unnu eins og venjulega þegar vinnu var að fá. En þeir héldu líka áfram frelsisbaráttu sinni gegn Spánverjum. Flest önnur lönd Suðurameríku höfðu þá fyrir áratugum varpað af sér oki Spánverja, en Kúbumenn áttu enn í höggi við þá um aldamótin. Og svo komu bandarískir sjóliðar. Bylt- ingar okkar Kúbumanna — fyrst gegn Spán- verjum og síðan gegn Bandaríkjamönnum — urðu með skemmra millibili en í flestum öðrum löndum Suðurameríku. Fyrst héld- um við, að þið ætluðuð að hjálpa okkur til að fá frelsi — en reyndin varð önnur. Árið 1901 neyddu Bandaríkin upp á okkur plagg, sem þeir nefndu Plattviðaukana og í raun og veru rændu okkur sjálfstæði. Þeir veittu Bandaríkjamönnum „rétt“ til að koma til Kúbu með vopn í hendi til þess að sjá svo um að stjórnin hér verndaði bandarískar eignir. Og þeir notuðu sér þenna rétt. Fyrst komu þeir 1899, áður en Plattvið- aukarnir urðu til. Einn af hershöfðingjum ykkar lagði eyjuna undir sig með hersveit- um sínum — þegar við höfðum að mestu hrakið Spánverja af höndum okkar. Banda- rísku hermennirnir fóru aftur 1902, en áskildu sér um leið rétt til að hafa flotastöð — fyrir 2000 eða 3000 dollara á ári! — við Guantánamoflóa. Enn í dag, í ágúst 1960, er þessi flotastöð þarna. En sagan endurtók sig: bandarískur her kom aftur 1906, og enn á ný 1912 og 1917. — Ofbeldi og peningar, peningar og ofbeldi. Getið þið skilið hvers vegna við höfum komizt á þá skoðun, að þetta tvennt sé jafn- an efst í huga Bandaríkjamanna? Dollarinn og fáninn, þeir voru eitt og hið sama í augum okkar. Rétt fyrir aldamótin fóru aðeins 10% af sykurframleiðslu okkar gegnum sykurverksmiðjur í eigu Banda- ríkjamanna. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöld- 142
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.