Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Sig/ús Blöndal: Endurmmningar Hlaðbúð. Reykjavík 1960. Íðustu tíu árin sem Sigfús Blöndal lifði greip hann í það öðru hverju að skrifa endurminningar sínar, en entist ekki aldur til að ljúka meira en því sem gefið er út í þessari bók. Hún nær yfir æskuár hans á fs- landi og endar á því er hann siglir til náms við Hafnarháskóla, tæpra átján ára að aldri. Sú saga sem í bókinni er sögð snýst því ekki um stórviðburði á veraldarvísu, hún segir frá æskuárum fátæks drengs sem fyrir ágæt- ar námsgáfur og tilstyrk góðra manna komst í gegnum latínuskóla og lauk stúdentsprófi. Sh'kt þykja ekki miklar fréttir nú á dögum. En þegar haft er í huga að þeir voru ekki nema sex stúdentarnir sem útskrifuðust 1892, ntá verða nokkru Ijósara hversu þröngt var nálaraugað sem íslenzkir náms- menn þurftu að komast í gegnum um þær mundir, og á ég þar ekki við að námið hafi verið erfiðara en síðar, heldur hversu mörg- um fátækt og erfiðar aðstæður bægðu frá skólagöngu. Sigfús Blöndal ólst upp til níu ára aldurs norður í Húnavatnssýslu, síðast á Hegg- stöðum í Miðfirði. Endurminningar hans frá þeim bæ eru furðu glöggar og bregða upp skýrri mynd af lífi bænda á árunum kringuin 1880. Sigfús hefur sýnilega lagt mikla alúð við þennan kafla, enda hafði hann alla ævi mikinn áhuga á menningar- sögu, og gerði sér fyllilega ljóst að hann hafði lifað merkileg tímamót í sögu ís- lenzku þjóðarinnar, lifað stökkið frá mið- öldum inn í nútímann. Og vegna þess að hann lifði öll manndómsár sín erlendis sá hann þessa breytingu að sumu leyti í skýr- ara ljósi en þeir sem heima sátu og tóku þátt í breytingunum ár frá ári. Einmitt þess vegna eru endurminningar manns eins og Sigfúsar mikils virði til samanburðar við minningabækur hinna sem heima sátu. Árið 1883 fluttust foreldrar Sigfúsar til Reykjavíkur, en Björn Blöndal faðir hans varð fyrstur til að hefja þar reglubundna sundkennslu; að auki vann hann fyrir sér með sjómennsku og hvaða vinnu sem til féll. En hans naut ekki lengi við. Vorið 1887, þegar Sigfús hafði setið einn vetur í latínuskólanum, drukknaði faðir hans í fiskiróðri, og ekkjan stóð ein uppi með þrjú ung börn. „Fátækt okkar var afskap- leg,“ segir Sigfús, og munu ekki ýkjur, þó að hann sé annars fáorður um efnahag móð- ur sinnar. En góðir menn hlupu undir bagga og sáu um að hann gat haldið áfram námi. Nefnir hann þar helzt til Björn M. Ólsen og Ingunni móður hans, svo og Jón Þorkelsson rektor og konu hans. Sigfús Blöndal gleymdi aldrei þeirri hjálp sem hann naut hjá þessu fólki, og Björn M. Ólsen mat hann alla ævi meira en aðra menn, enda lýsir hann Birni svo að ekki þarf að fara í graf- götur um það hvern hug hann bar til hans. Lengsti þáttur bókarinnar fjallar um skólaár Sigfúsar, fyrst í barnaskóla, síðan í latínuskólanum. Hann lýsir þar ekki aðeins skólabræðrum sínum og kennurum, heldur og ýmsum öðrum mönnum sem hann kynnt- ist á þessu skeiði ævinnar. Þó að þar sé margt smátt tínt til koma þar fram ýmsir fletir á kunnum mönnum sem ekki hefur áður verið varpað á ljósi. Má þar t. d. nefna lýsingu Sigfúsar á Grími Thomsen, þó að kynni þeirra yrðu aldrei mikil, því að hún bætir dráttum í mynd okkar af Grími sem lítt hafa komið fram í lýsingum annarra manna. En framar öllu lýsa þessar endurminning- ar þó Sigfúsi Blöndal sjálfum, þessum ágæta manni sem í engu mátti vamm sitt vita og aldrei hallmælti neinum manni vilj- andi. „Ég býst ekki við, að eftir mér verði 154
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.