Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 82
ÚRKLIPPA „f 1 Iímarit Máls og menningar hejur oft komið mér á óvart vegna ofstœkis þess og ein- sýni, en aldrei eins og nú. Eg lœt „kvœðin“ liggja milli hluta, en eitt byrjar svona: „Ég er ekkert andskotans séní“ og annað byrjar svona: „150 000 000 er nafnið á skapara þessa ljóðs“. Kunnur rithöjundur skrijar grein um Kína. Svo virðist, sem einsýnustu kommúnistar séu orðnir hálfþreyttir á Rússlandi og tilbeiðslu þeirra, sem þar ráða og haji snúið sér að Kína. Höjundurinn kemst að þeirri niðurstöðu, að Bretar hafi jundið upp ópíum og kennl Kínverjum að neyta þess til þess að geta kúgað þá. Ennfrcmur hafi erlendir kúgarar jund- ið upp ricksliawinn til þess að bcita kínverskum alþýðumönnum fyrir hann, einnig til þess að niðurlœgja þjóðina. Þannig cr þetta allt á sömu bókina lært: „Ég geri svo vel og skil yður ekki“, sagði karl- inn. Ég segi það sama.“ Hannes á horninu. Tímarilinu er mikill heiður að fá þennan dóm úr þessari átt: frá höfundi sem er nú löngu orðinn að sjálfvirku mælitæki alls hins lágkúrulegasta í íslenzku þjóðfélagi. Reyndar er táknrænt um alþýðuflokksmennina sem enn rita í Alþýðublaðið að þeir skilja ekki óvefengdar og alkunnar staðreyndir úr sögu heimsvalda- og nýlendustefnunnar. Er það ekki merkilegt að þeir skuli sjá rautt í bókstaflegum skilningi ef nokkur dirfist að víkja að ræningjasögu brezka auðvaldsins í öllum heimsins álfum og á öllum heimsins höfum? Að minnsta kosti sumum forustumönnum brezka „alþýðuflokksins" þætti líklega söguskiln- ingur og þekking Hannesar á horninu ná heldur skammt. 160

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.