Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 10
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
áfram unz enska og franska þjóðin
bundu enda á hana. og hafði í för
með sér dauða hálfrar áttundu millj-
ónar Rússa — eins margra og dáið
höfðu í heimsstyrjöldinni fyrri, en á
enn hryllilegri hátt.
Við göngum oft að því sem vísu,
að Rússar hefðu átt að gleyma öllu
þessu í heimsstyrjöldinni síðari, er
við hörðumst sem bandamenn, og að
gleyma þeim sextán árum, sem Banda-
ríkin neituðu að viðurkenna Sovét-
ríkin. Við erum sannfœrðir um það,
að Sovétrikin hefðu átt að gleyma
þrem skaðvænlegum innrásum í land
þeirra gegnum Austur-Evrópu frá því
1914, og láta okkur lialda því svæði í
félagslegum og viðskiptalegum hring
okkar. Við skildum það ekki, að það
tekur aldir áður en reynsla sem þessi
hverfur í gleymsku, og við kröfðumst
þess, að okkar háttur á lausn mála,
með frjálsum kosningum, skyldi strax
ákveða framtíð Austur-Evrópu — í
öðrum hluta Evrópu á hernámssvæði
Rússlands.“
Eftir þetta rekur prófessor Fleming
alhurðarás Kalda stríðsins, telur sjö-
tíu helztu viðburðina, og er sú skrá
hirt aftan við þessa grein. Höfundur
leggur áherzlu á það, að Austur-Ev-
rópa hafi verið Vesturveldunum glöt-
uð þegar eftir Miinchen-samninginn
1938, en það vill oft gleymast, er
vestrænir þykjast harma örlög þess-
ara landa. Flestir munu og sammála
höfundi í því, að Kalda stríðið hafi
verið óhj ákvæmilegt. Þó mun orsak-
anna síður að leita í fornri óvináttu
þjóðanna eða „mannlegri náttúru“,
heldur í lítt sættanlegum hagkerfum,
sem berast hljóta á banaspjót
nerna til komi gj öreyðingarvopn á
horð við kjarnorkusprengjuna. Höf-
undur heldur áfram og segir: (II hd.
hls. 1042) „Yfirstjórn Sovétríkjanna
í Austur-Evrópu var gjaldið, sem við
greiddum fyrir árin, þegar við létum
allt eftir Hitler, og það var ekki hátt
verð. Að áliti Toynbees hefðu „naz-
istar sigrað heiminn“, ef við hefðum
ekki tekið höndum saman við Sovét-
ríkin. Fyrr eða síðar hefðu þeir hald-
ið yfir mj ótt bil Suður-Atlantzhafsins
til Brazilíu og annarra landa Suður-
Ameríku, Jiar sem sterkar fimmtu
herdeildir hefði mátt skipuleggja í
fleiri en einu landi. Með hernaðar-
bandalagi okkar við Sovétríkin hindr-
uðum við sameiningu heimsins undir
nazistum. Sá sigur var ómetanlegur,
en eins og Toynbee segir, „gátum við
ekki unnið bug á Hitler án þess að
skapa jafnframt þær aðstæður, sem
við erum nú í.“
Allt þetta var fullkomlega Ijóst
meðan á stríðinu stóð, og enn er það
í fullu gildi. C. B. Marshall hefur
minnt okkur á það, að við þurfum
ekki að geta okkur til um, hvað Mönd-
ulveldin hefðu gert, hefðu þau sigrað.
Þau sögðu það skýrt og greinilega 27.
sept. 1940, er þau stofnuðu Þrívelda-
bandalagið: „Leið til þess að sigra
200