Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ópu. Hann virðist gera sér litla grein fyrir stjórnmálalegum tilgangi þeirr- ar áætlunar, en játar þó, að „ef þessi glæsilega ráðagerð hefði komið fyrr, meðan Rússar báðu árangurslaust um sex billjóna lán, áður en UNRRA var afnuinið, og áður en Truman-kenn- ingin gerði það að verkum, að æstist leikurinn, þá hefði ekkert Kalt stríð verið háð.“ Höfundur segir, að fram- koina Molotovs á ráðstefnunni í París 1947 hafi sannfært almenning á vest- urlöndum um það, að Rússland væri óvinveitt vesturlöndum, og hefði af ásettu ráði skipt heiminum í tvo hluta. Hann segir einnig. að „taka Tékkóslóvakíu“ hafi gert þennan ótta að vissu, en bætir þó við, að það sé Miinchen-samningurinn, sem hafi ráðið örlögum þess lands. Síðan kemur að Kóreustríðinu og Berlín. Okkur Islendingum má vera Kóreustríðið í minni fyrir það, að það var ein helzta afsökun þess, að við vorum hernumdir á ný árið 1951. Höfundur er svo heiðarlegur, að hann lætur þess getið, að ekkert hendi til þess, að Rússar hafi átt þátt í því, að það stríð hófst. Hann viður- kennir einnig, að stjórnir Norður- Kóreu og Suður-Kóreu hafi verið á svo öndverðum meiði, að hvor sem var gat hafið stríðið. Hann segir: (II. bd. bls. 1049). „Tæpast var nokkur sá á Vesturlöndum, sem spurði um sann- leiksgildi þessarar fréttar (að rúss- neskri ágengni hefði í fyrsta skipti verið beitt við land, sem Vestrið hafði á sínu valdi). Þó voru tveir jafn sennilegir möguleikar: Að Norður- Kóreumenn hefðu haldið suður á bóginn á eigin spýtur, og að Syngman Rhee hefði neytt þá til þess með því að taka frumkvæðið á landamærun- um einum degi eða tveim eftir að verðir Sameinuðu þjóðanna sneru aftur til Seul. Að hann var vel fær um að hefja stríð til þess að sameina Kóreu, hefur þráfaldlega komið í ljós síðar. Báðir aðilar í Kóreu voru meir en reiðubúnir að hefja borgara- styrjöld, og báðir vildu sameiningu, hvor á sinn hátt.“ Hofundur ræðir síðan það, er hann kaliar hina „gífurlegu skyssu“ að reyna að yfirbuga Norður-Kóreu, en það telur hann mistök á borð við þau að styðja ekki Þjóðabandalagið á sínum tíma. Þegar Kínverjar skárust í leikinn, vildu ýmis öfl í Bandaríkj- unum, með MacArthur í hroddi fylk- ingar, ólm ráðast inn í Kína. Svo er guði fyrir að þakka, að tekin var af honum herstjórn. En forysta Banda- ríkjanna í hinum vestræna heimi hafði hlotið eitt alvarlegasta áfall sitt. Eins og Fleming segir: „Arið 1955 gat reyndur ritstjóri og æfisagnahöf- undur sagt um Truman: Arið 1945 var siðferðilegt forræði heims innan sjónarmáls, en hann hefur misst það úr höndum sér.“ (II. bd. bls. 1051). MacCarthy-isminn og tímabil Dull- esar í alþjóðamáluin verður ekki rak- 202

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.