Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ópu. Hann virðist gera sér litla grein fyrir stjórnmálalegum tilgangi þeirr- ar áætlunar, en játar þó, að „ef þessi glæsilega ráðagerð hefði komið fyrr, meðan Rússar báðu árangurslaust um sex billjóna lán, áður en UNRRA var afnuinið, og áður en Truman-kenn- ingin gerði það að verkum, að æstist leikurinn, þá hefði ekkert Kalt stríð verið háð.“ Höfundur segir, að fram- koina Molotovs á ráðstefnunni í París 1947 hafi sannfært almenning á vest- urlöndum um það, að Rússland væri óvinveitt vesturlöndum, og hefði af ásettu ráði skipt heiminum í tvo hluta. Hann segir einnig. að „taka Tékkóslóvakíu“ hafi gert þennan ótta að vissu, en bætir þó við, að það sé Miinchen-samningurinn, sem hafi ráðið örlögum þess lands. Síðan kemur að Kóreustríðinu og Berlín. Okkur Islendingum má vera Kóreustríðið í minni fyrir það, að það var ein helzta afsökun þess, að við vorum hernumdir á ný árið 1951. Höfundur er svo heiðarlegur, að hann lætur þess getið, að ekkert hendi til þess, að Rússar hafi átt þátt í því, að það stríð hófst. Hann viður- kennir einnig, að stjórnir Norður- Kóreu og Suður-Kóreu hafi verið á svo öndverðum meiði, að hvor sem var gat hafið stríðið. Hann segir: (II. bd. bls. 1049). „Tæpast var nokkur sá á Vesturlöndum, sem spurði um sann- leiksgildi þessarar fréttar (að rúss- neskri ágengni hefði í fyrsta skipti verið beitt við land, sem Vestrið hafði á sínu valdi). Þó voru tveir jafn sennilegir möguleikar: Að Norður- Kóreumenn hefðu haldið suður á bóginn á eigin spýtur, og að Syngman Rhee hefði neytt þá til þess með því að taka frumkvæðið á landamærun- um einum degi eða tveim eftir að verðir Sameinuðu þjóðanna sneru aftur til Seul. Að hann var vel fær um að hefja stríð til þess að sameina Kóreu, hefur þráfaldlega komið í ljós síðar. Báðir aðilar í Kóreu voru meir en reiðubúnir að hefja borgara- styrjöld, og báðir vildu sameiningu, hvor á sinn hátt.“ Hofundur ræðir síðan það, er hann kaliar hina „gífurlegu skyssu“ að reyna að yfirbuga Norður-Kóreu, en það telur hann mistök á borð við þau að styðja ekki Þjóðabandalagið á sínum tíma. Þegar Kínverjar skárust í leikinn, vildu ýmis öfl í Bandaríkj- unum, með MacArthur í hroddi fylk- ingar, ólm ráðast inn í Kína. Svo er guði fyrir að þakka, að tekin var af honum herstjórn. En forysta Banda- ríkjanna í hinum vestræna heimi hafði hlotið eitt alvarlegasta áfall sitt. Eins og Fleming segir: „Arið 1955 gat reyndur ritstjóri og æfisagnahöf- undur sagt um Truman: Arið 1945 var siðferðilegt forræði heims innan sjónarmáls, en hann hefur misst það úr höndum sér.“ (II. bd. bls. 1051). MacCarthy-isminn og tímabil Dull- esar í alþjóðamáluin verður ekki rak- 202
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.