Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að binda enda á vígbúnaðarkapp- hlaupið, var ekki óhjákvæmileg. Þeg- ar kapphlaupið hélt áfram, sprengdu Rússar vetnissprengjuna og héldu síðan áfram að afla sér tækja til þess að beita þeim vopnum gegn okkur, meðan þeir sigu á í kjarnorkuflauga- kapphlaupinu og í kapphlaupinu um himingeiminn." Fleming heldur síðan áfram og lýsir því, hvernig farið hefur verið með vísindamenn Bandaríkjanna, þeir tortryggðir endalaust og hindr- aðir í starfi, meðan vísindamenn Sov- étríkjanna eru í hávegum hafðir. Þriðja atriði prófessors Fleming er þetta: 3. Við töldnm Stalín jafngilda Hitler. „Þetta var aðal-hliðstæðan, sem Kalda stríðið var byggt á. Hitler ætl- aði sannanlega að sigra heiminn; Stah'n hagar sér á sama hátt, þess- vegna eru heimsyfirráð takmark Sov- étríkjanna. Þegar færð voru rök að þessari kenningu sem ekki var oft, var tvenns- konar röksemdafærsla notuð. Hin fyrri var að telja upp öll þau lönd, sem Sovétríkjunum höfðu hætzt síð- an 1938. Listinn er langur, og á yfir- horðinu virðist hann sanna kenning- una. Hin fimm landsvæði, er fengin voru með Hitler-Stalín-samningnum 1939 eru fyrst í röðinni. Samt skeði sú „á- gengni“ á mikilli hættustund fyrir Rússland, hættustund, sem skapaðist af tilslökunum Vesturveldanna. Til- gangurinn var sá, að veita Rússlandi varnarsvæði gegn Hitler, og hindra það, að þegar yrði árekstur við liann. Varnartilgangurinn var augljós. Aðrir landvinningar Stalíns eru í Austur-Evrópu og á Balkanskaga. Þeir eru afleiðingin af árás Hitlers á Rússland, sem Stalín gerði allt til að koma í veg fyrir. Ekki reyndi hann heldur að neita þessum þjóðum um líf og framtíð, eins og Hitler gerði með því að útrýma Gyðingum og byrja í stórum stíl eyðingu Póllands, til eflingar hinu þýzka Lebensraum. Hafi verið aðrar ástæður fyrir Rússland að halda stjórn á Austur- Evrópu, þá var án efa meginástæðan þörfin fyrir hernaðarlegt öryggi, þörf, sem á engan sinn líka í sögunni. Engin stórþjóð hefur nokkru sinni verið eins illa leikin og eins oft gegn- um sama innrásarhliðið. Raunverulega ástæðu til að ásaka Stalín um ótakmarkaða landagræðgi gefur tilraun hans til þess að ná á sitt vald íranska Azerbaidsjan og reyna þannig að ná í norður-íranska olíu; einnig tilraun hans til þess að ná aftur tveim héruðum af Tyrklandi og tryggja sér fótfestu við tyrknesku sundin. Það voru þessir leikir hans á skákborðinu, er sannfærðu stjórn- málamenn okkar um takmarkalausa valdagræðgi hans. Það voru þessar 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.