Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 15
EFTIRMÆLI KALDA STRÍÐSINS aðgerðir, ásamt kommúnistaaðstoð við grísku uppreisnarmennina, sem leiddu til Truman-kenningarinnar. Þetta leit út eins og of mikill ávinn- ingur Rússlands, og andstaða okkar, að Truman-kenningunni undanskil- inni, var öfluglega studd af land- fræðilegri og stjórnmálalegri rök- semdafærslu. Þó var þessi viðleitni Rússlands afleiðingin af dýpstu og elztu hvötum í rússneskum stjórnmál- um, og talin fyllilega réttmæt af sér- hverri annari stórþjóð. Þessi hvöt hverfur heldur ekki fyrr en henni er fullnægt á einn eða annan hátt, ef ekki með okkar samþykki þá án þess og það af öflugum Sovétríkjum á einhverjum umbrotatímum þjóðanna. fhaldssemi Stalíns. Síðari skýring- in, sem gefin var á slagorði okkar um heimsy f irr áðastef nu Sovétríkj anna, var hið alþjóðlega samsæriseðli rúss- neska kommúnismans. Ur neðanjarð- arsamsæri þróaðist hann í heimsbylt- ingarsamsæri. Síðan sönnuðu innrás- ir Vesturveldanna Sovétríkjunum þegar þörfina á heimsbyltingu, og einnig hagkvæmni þess að skipu- leggj a erlenda kommúnistaf lokka henni í hag og til vamar Sovétríkjun- um. Þar af leiðandi reyndist það aldrei erfitt að finna tilvitnun í Lenín, þar sem hann talaði um baráttuna sem „annaðhvort eða“, enda þótt hann segði stundum hið gagnstæða. Það sem okkur sást yfir var sú stað- reynd, að Stalín var hvatamaður þess að byggja upp sósíalismann í einu landi, Rússlandi, og þegar hann hafði hreinsað sig af öllum þeim, er annað vildu, einbeitti hann starfi sínu að þessu takmarki, allt frá 1924 til 1941. A þessu tímabili var hann að brjóta niður rússneska villimennsku og not- aði blending af nútíma tækni, marx- istískum sósíalisma og ógnarstjóm.“ „Þegar að stríðslokum leið, talaði Stalín með fyrirlitningu um þýzkan kommúnisma, hvatti kommúnista Ítalíu til þess að semja frið við kon- ungsveldið, gerði hvað hann gat til að fá Mao Tse-tung til þess að ná sam- komulagi við Kuomintang og heimt- aði það af Tito, að hann endurreisti konungsveldið, og uppfyllti þannig samning sinn við Churchill. Á þessum tíma var Stalín íhalds- samur, vildi reisa úr rústum það sem hann hafði byggt og gerði sér álíka litla grein og bandamenn hans fyrir þeirri byltingaröldu, sem stríðið hafði vakið. En byltingaraldan var risin, segir Deutscher. Hún var risin í Austur-Evrópu, þar sem hermenn Stalíns, skólaðir í fyrirlitningu á kapítalistum og vanir eins flokks kerfi, gátu ekki starfrækt margra flokka kerfi til framdráttar hinni höt- uðu borgarastétt. Þessvegna gerðu þeir byltingu. Sama gerði Mao í Kína, þar sem byltingaröflin urðu sannar- lega eldfim og liðsforingjar Stalíns voru sálfræðilega ófærir um að hindra her Maos í því að hertaka jap- 205

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.