Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 22
TÍMARIT máls og menningar
Töluvert var um slíkt talað 1945, en
sá draumur hefur horfið í Kalda stríð-
inu og rökréttum afleiðingum þess:
alþjóðlegum ótta við stríðsstefnu
okkar, hræðslu við alheimseyðilegg-
ingu, andúð á bandalagi okkar við
deyjandi ríkisstj órnir erlendis,
hræðslu við öra efnahagsinnrás okk-
ar í ýmis lönd, tortryggni gagnvart
þeirri stefnu okkar að telja einstakl-
ingsframtak jafngilda frelsi,og skelfi-
legu vantrausti okkar á sjálfum okk-
ur og frelsi heima fyrir.
Þetta voru þau atriði, sem gerðu
að engu „Old Ameríku“ og styttu
hana niður í áratug. Ef við hefðum
haldið því siðferðilega forræði heims
er við höfðum 1945; og ef við hefð-
um gert meginátak til þess að sam-
eina heiminn í stað þess að sundra
honum, hefði að vísu getað runnið
upp öld Ameríku, hyggð á forystu en
ekki valdi. Valdagrundvöllur fyrir
„Öld Ameríku“ hvarf í september
1949, er Sovétríkin sprengdu fyrstu
kjarnorkusprengju sína. Pax Britan-
nica stóð í nokkrar aldir sökum þess,
að unnt var að viðhalda heimsyfir-
ráðum enska flotans, og sökum heims-
verzlunarkerfis og viturlegrar for-
ystu, en valdagrundvöllur okkar fyrir
heiinsyfirráðum stóð nákvæmlega
fjögur ár, eins og kj arnorkuvísinda-
menn höfðu nær einróma sagt fyrir.“
Höfundur ræðir það síðan, hvort
unnt sé fyrir Bandaríkj amenn að
komast úr vítahring Truman-kenn-
ingarinnar um að halda í skefjum
Sovétríkjunum og kommúnismanum.
Hann bendir á, að auðveldara sé að
hefja Kalt stríð en komast frá því
aftur, og segir: „Þó er þetta það, sem
nauðsynlega þarf að ske. Bandaríkin
hafa teygt sig of langt og yfir of mik-
ið. 1959 höfðum við 275 meiri háttar
herstöðvar í 31 landi og meir en 1400
erlendar herstöðvar, ef taldir eru all-
ir þeir staðir þar sem amerískt herlið
er nú staðsett, eða eru ætlaðir fyrir
hernám á liættustund. Kostnaðurinn
við herstöðvarnar var nærri fjórar
billjónir.“ (II. bd. bls. 1075). Flem-
ing bendir síðan á þá hættu, sem
bandamönnum Bandaríkjanna stafi
af þessum herstöðvum, og rekur
margvíslega árekstra, sem af þeim
hafa sprottið. Upprunalega var þess-
um herstöðvum ætlað það hlutverk
að umkringja Sovétríkin, en höfund-
ur bendir á, að eins og nú standi sak-
ir sé Bandaríkjamönnum sjálfum lít-
il sem engin vörn í þessum stöðvum,
ef stríð yrði. Sovétríkin hafi með
öðrum orðum rofið herstöðvahring-
inn, sem Bandaríkin drógu um þau í
byrjun Kalda stríðsins.
Helzta vandamál Vestursins er að
dómi Flemings það, hvort það geti
háð friðsamlega samkeppni við
kommúnismann og haldið sínu. Höf-
undur bendir á hina gífurlegu fram-
leiðsluaukningu Sovétríkjanna og
annarra kommúnistaríkja, og kemst
að þeirri niðurstöðu, að aðalhættan
212