Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 25
EFTIRMÆLI KALDA STRl'ÐSINS ATBURÐARÁS KALDASTRÍÐSINS 1. Sept. 1938 -— Hitler nær tökum á Austur-Evrópu í Miinchen. 2. 5. des. 1941 til 4. febr. 1942 — Ákvörðun um að gera enga samninga um vesturlanda- mæri Rússlands meðan á stríðinu stendur. 3. Apríl 1942 til júní 1944 — Frestað öðrum vígstöSvum. StaSbundiS stríð háð á Ítalíu og í Afriku. 4. 9. okt. 1944 — Churchill og Stalín koma sér saman um áhrifasvæði á Balkanskaga: Grikkland til Englands, Búlgaría og Rúmenía til Rússlands, Júgóslavíu skipt aS jöfnu. 5. 3. des. 1944 til 15. jan. 1945 — Englendingar brjóta á bak aftur gríska vinstrisinna í hörðum bardögum. 6. 24. des. 1944 til 14. maí 1945 — Tvö þúsund hægrisinnar teknir af lífi og þrjú þúsund fangelsaðir í hreinsunum í Búlgaríu. 7. 29. marz 1944 til febr. 1945 — Sovétherir hernema Austur-Evrópu. 8. Febrúar 1945 — YaltaráSstefnan lætur Rússum eftir vinveittar stjómir í Austur- Evrópu, en með frjálsum kosningum og endurskipulagningu pólsku stjórnarinnar. 9. 6. marz 1945 — Rússar koma á kommúnistastjómaðri samsteypu í Rúmeníu. 10. Marz 1945 — Árekstrar við Rússland vegna viðræðna um uppgjöf Þjóðverja á Ítalíu. 11. 12. apríl 1945 — Lát Roosevelts, fjórum mánuðum eftir úrsögn Cordell Hulls úr stjóminni. 12. 23. apríl 1945 — Skammaræða Trumans yfir Molotov vegna pólsku stjórnarinnar. 13. 17.—25. júlí 1945 — Potsdamráðstefnan. Ekki tekst að breyta rússnesku skipulagi á Austur-Evrópu. 14. 6. ágúst 1945 — Atómsprengja Bandaríkjamanna breytir valdahlutföllum. 15. 18. ágúst 1945 — Byrjun á diplómatískri herferð Bvmes og Bevin til þess að knýja fram frjálsar kosningar í Austur-Evrópu. 16. Sept. 1945 — Fvrsti fundur utanríkisráðherra lendir í ófæru sökum Austur-Evrópu. 17. 5. marz 1946 — Churchill heimtar í Fultonræðu sinni ensk-ameríska valdbeitingu gegn Rússlandi sökum Austur-Evrópu. 18. Aprfl 1946 — Rússneskt herlið rekið frá fran að tilhlutan SameinuSu þjóðanna. 19. Ágúst 1946 — Rússneskar kröfur á hendur Tyrklandi um endurheimt tveggja héraða og herstöð við sundin. 20. Júlí til des. 1946 — Friðarsamningar við Ítalíu, Ungverjaland, Rúmeníu, Búlgaríu og Finnland hamraðir í gegn. 21. Nóv. 1946 — Repúblikanar ná valdi á þinginu með hjálp víðtækra ásakana um undir- róðursstarfsemi kommúnista í Bandaríkjunum. 22. Seint í des. 1946 — Almenn hvfld og friðarvonir. 23. 12 marz 1947 — Truman-kenningin um að halda Sovétríkjunum og kommúnismanum í skefjum. 24. 23. marz 1947 -— Tilskipun Trumans um eftirlit með öllum ríkisstarfsmönnum. 25. Marz til ágúst 1947 — Smábændaflokkstjórnin í Ungverjalandi leyst upp fyrir áhrif kommúnista. 26. 5. júní 1947 — Marshalláætlunin kunngerð. HafnaS af Rússum 2. ágúst. 215

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.