Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 37
ÞER PREDIKAKAR, VERIÐ MISKUNNSAMIR
halda til þess að halda sér alltaf jafn
brennandi í andanum. Svo er t. d. um
þá sem telja sig þurfa á prédikara að
halda til þess að kynda undir elsku
sinni á forsjóninni.
Sama máli gegnir um hina, er finna
sálu sinni fró í því að hata kommún-
ista. Þeir þurfa einnig á prédikara að
halda, til þess, að hatrið haldist alltaf
upp við suðumark. Ekkert er heldur
því til fyrirstöðu og raunar talsverð
tízka, að sami prédikarinn leiki bæði
þessi hlutverk. Þetta er í sjálfu sér
ekki óeðlilegt, því samkvæmt kenning-
um ýmissa prédikara hefur kommún-
isminn leyst djöfulinn af hólmi, eða
er að minnstakosti talinn umboðs-
maður eða staðgengill hans í hinni
syndum spilltu veröld.
Það gegnir að vísu nokkurri furðu,
að flestir prédikarar miða ræður sín-
ar við þarfir þeirrar manntegundar,
sem að framan hefur verið lýst, við
þá sem eru brennandi í andanum,
bæði í ást og hatri, enda þótt þeir
viti, eða ættu að vita, að slíkir eru þó
aðeins lítið brot af þeim er prédikun-
in nær til.
Þetta fyrirbæri nær inn á nálega
öll svið prédikarans. Ræðan er alltaf
miðuð við þarfir og kröfur þeirra,
sem í raun og veru þurfa engra betr-
umbóta við. Krafa prédikarans um
að áheyrandinn taki við kenningunni
eins og hún kemur fyrir af skepnunni,
verður aldrei tekin til greina af öðr-
um en þeim sem eru staddir á sömu
andlegu breiddar- og lengdargráð-
unni og prédikarinn sjálfur. Hinir
snúast til varnar. Það er eitthvað í
þeim, sem ris gegn því að beygja sig
skilyrðislaust fyrir prédikaranum. Ef
til vill hefðu þeir getað komið til
móts við prédikarann, verið tilleiðan-
legir til þess að semja við hann um
að fallast á kenningu hans að ein-
hverju leyti kannske að einum fjórða,
eða jafnvel helming. En það er eitt-
hvað í þeim, sem rís gegn hundrað
prósent kröfunni og endirinn verður
sá, að þeir hafna öllu.
Jafnvel þótt prédikarinn hafi verið
rétt að því kominn að ná fullkomnu
tangarhaldi á tilheyrandanum, missir
hann af feng sínum, verði honum sú
reginskyssa á að segja: Sá sem ekki
er með mér, hann er á móti mér. Á-
heyrandinn stingur við fótum og hon-
um verður ekki þokað lengra, og fyr-
irhöfn og erfiði prédikarans er unnið
fyrir gýg, því árangurinn verður
minni en ekki neitt.
Prédikarinn þolir ekki hlutleysi,
hann heimtar annað hvort allt, eða
ekkert.
Og prédikarinn vitnar gjarna í
Krist, máli sínu til framdráttar, Krist-
á nefnilega að hafa sagt: Hver sem
ekki er með mér, hann er á móti mér.
Hafi Kristur sagt þetta, hefur hann þó
ekki breytt samkvæmt því, að því er
sagan hermir, því það á að hafa farið
227