Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Jafnvel háir, þiðnandi snj óskaflarnir meðfram veginum og gangstígunum, jafnvel styttan af hirtinum, sem var svo óþolandi klunnaleg á daginn, varð engu líkari en fallegum fjárhundi með marggreind hjartarhorn. Slíkar stundir fylltu hugann ánægju og friði. Allt andstreymi lífsins hvarf. Tilhugsunin um hlýtt rúm og væran svefn yljaði Vassílí Petrovits. Honum fannst á þessari stundu, að gagnkvæmt traust og samhjálp gæti ríkt meðal manna, að illvilji sjúklinganna hindraði ekki lengur viðleitni hans til að gera líf þeirra betra, ánægj ulegra og f j örlegra — j á, og þar með hans eigið líf. Vassílí Petrovits gekk fyrir hornið á einni byggingunni og nam snögglega staðar. — í gluggum tómu íbúðarinnar var ljós, nánar tiltekið: Það var ljós í skrifstofunni, í svefnherberginu og jafnvel í billjardstofunni, og þaðan heyrðist þessi þurri smellur í billjardkúlum. Það var myrkur í forstofunni, en þaðan barst tónlist, og þegar Vassílí Petrovits náði sér og hélt áfram, sá hann flöktandi grátt lj ós á veggnum gegnt gluggunum, og þóttist þá vita, að kveikt væri á sj ónvarpstækinu. Undarleg tilfinning greip Vassílí Petrovits. Brot úr sekúndu fannst honum sem hlutirnir sjálfir hefðu gert uppreisn gegn leiðindunum og iðjuleysinu, og þeir hefðu vaknað upp til lífsins af sjálfsdáðum; að kviknað hefði á lömp- unum, billjardkúlurnar heíðu farið að renna fram og aftur um græna flóka- flötina, að sjónvarpstækið hefði lifnað sjálfkrafa, til þess að skemmta hæg- indastólunum, teborðinu, borðstofuborðinu og sóffanum. En á samri stundu áttaði hann sig, og annarri hugsun skaut upp í huga hans, raunsærri og æs- andi. Það hefur gerzt! Þetta, sem hann hafði næstum hætt að vonast eftir, hafði í rauninni átt sér stað. Gesturinn hafði komið meðan forstjórinn var fjarverandi, þegar hans var sízt von, og á einhvern dularfullan og óskiljanleg- an hátt hafði hann fundið íbúð sína, komizt inn án lykils, og með öryggi hús- bóndans hafði hann vakið hina dauðu til lífsins. En þessi hugsun varð skammlíf — og hvarf þegar í stað fyrir óljósum kvíða. Nei, það getur ekki verið ... Hljóðlega læddist hann á tánum að húsinu. Hann stiklaði krapakenndan leysingarsnj óinn að glugganum. Við sjónvarpstækið sá hann þernuna Nastju, með stóru hendurnar í kjöltu sér. Hún horfði með athygli á myndræmuna renna hj á. Klakva, tíu ára gömul dóttir húsvarðarins, Stephans, sat henni á hægri hönd og starði á þetta furðu- verk frá sér numin. Við vinstri hlið Nastju sat yngri bróðir Klövku, og dreymdi sætt í djúpum hægindastól. í gegnum hálfopnar dyrnar gat Vassílí 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.