Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skýrir það til fullnustu. Og nú tekur Melkorka upp ráð til að hefna sín á Höskuldi. Henni er mikið í mun, að Ólafur, sonur hennar, komist til ír- lands, en skorti þó fé til þess. Hún af- ræður því að fórna sér fyrir framtíð sonar síns og giftast Þorbirni skrjúp, sem var auðmaður mikill í gulli og silfri, en lítillar ættar. Nú ætlar hún að brjóta odd af oflæti sínu, en áður var hún of stórlát til að sætta sig við hið lága fóstur sonar síns á Godda- stöðum. Um þessi mál ræðir hún við Ólaf, son sinn: „Eigi nenni ég, að þú sért ambáttarsonur kallaður lengur, og ef það nemur við förinni (til ír- lands), að þú þykist hafa fé of lítið, þá mun ég heldur það til vinna að giftast Þorbirni, ef þú ræðst þá til ferðar heldur en áður. Því að ég ætla, að hann leggi fram vöruna, svo sem þú kannt þér þörf til, ef hann náir ráðahag við mig. Er það og til kost- ar, að Höskuldi muni þá tveir hlut- ir illa líka, þá er hann spyr hvort- tveggja, að þú ert af landi farinn, en ég manni gift.“ Svo áköf er Melkorka að hefna sín á Höskuldi, manninum sem hún hafði áður alið bam og unn- að, að hún skirrist ekki við að giftast Skrjúp til að koma hefndinni fram. Hinn nýi áhugi Höskuldar á Mel- korku herðir andúð hennar á honum. Og hitt veldur einnig, að með þessari giftingu getur hún veitt syni sínum skilyrði til að sækja heim göfuga frændur suður á írlandi. Eftir brúð- kaup þeirra Melkorku og Skrjúps býst Ólafur til utanferðar, og að skilnaði þeirra mæðgina segir hin stórláta konungsdóttir af írlandi: „Heiman hefi ég þig búið, svo sem ég kann bezt, og kennt þér írsku að mæla, svo að þig mun það ekki skipta hvar þig ber að írlandi.“ Hún hefur veitt syni sínum annað og betra upp- eldi en lítt var um íslenzka bænda- syni í þann mund, og metnaður henn- ar leynir sér ekki í þessum orðum. Þegar sonur hennar kemur frá ír- landi eftir fræga ferð, er það Mel- korka ein í Dölum, sem þola verður vonbrigði: „Melkorka kom brátt á fund Ólafs, sonar síns. Ólafur fagnar henni með allri blíðu. Spyr hún mj ög margs af írlandi, fyrst að föður sín- um og öðrum frændum sínum. Ólaf- ur segir slíkt, er hún spyr. Brátt spurði hún, ef fóstra hennar lifði. Ól- afur kvað hana að vísu lifa. Melkorka spyr þá, hví hann vildi eigi veita henni eftirlæti það að flytja hana til íslands. Þá svarar Ólafur: „Ekki fýstu menn þess, móðir, að ég flytta fóstru þína af írlandi.“ „Svo má vera,“ segir hún. Það fannst á henni, að henni þótti þetta mjög á móti skapi.“ — í útlegð sinni hefur hún látið sig dreyma um að fá fóstru sína heim til sín í kotið á Melkorkustöð- um, svo að hún geti notið návistar hennar, því að heldur hefur henni þótt dauflegt þar heima, eftir að Ólaf- ur fór. En hertekin kona á sér ekki 250
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.