Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR næst á eftir áherziulausu atkvæði (kvenrím), sem er í samræmi við almenna atkvæðaáherzlu í esp. (aðaláherzla á næstsíðasta atkvæði orðs). Samt heldur esp. þýðingin hinu víxlbundna karl- og kv'enrími frumtextans í lok vísuorða, sömuleiðis sú ísl., en enska þýð. ekki. Efni: 1.1. Hvorki esp. né en. þýða nákvæmlega merkingu fr. orðsins sou- vent. Þótt en. loafing sé í fyllsta samræmi við anda frumtextans, er þar ekkert hliðstætt orð notað. 2.1. En. snare er skáldlegra en esp. kapt-akiras og ísl. ná í og jafnvel fr. prennent. Merking fr. orðsins vastes fer að nokkru forgörðum í þýðingunum, þótt esp. reyni að tjá hér tilfinning og hljóm með því að bæta inn í orðstofn- inum vent-. ísl. notar hér nokkuð frjálslega þýðingu: sjófugl öllurn slœrri (sem reyndar stendur þegar í 1. línu), og er það óneitanlega nokkuð slappt orðalag miðað við frumtextann. Esp. mar’ samsvarar fr. mers. En. túlkar ekki tvítekninguna: albalros-oiseaux. 3.1. Fr. suivent, esp. iras post, ísl. fylgir vantar í en. þýðinguna. Vafasamt hvort en. indolent samsvarar fr. indolents í þessu sambandi, esp. indiferentaj virðist eðlilegri þýðing. ísl. sleppir með öllu að þýða fr. indolents compagnons de voyage, en smíðar til uppfyllingar öllum eyjum fjarri, sem á sér enga stoð í frumtextanum. 4.1. En. through the vaslitudes breytir merkingunni í fr. sur les gouffres, sem nákvæmlega er þýtt á esp. super abismar’. ísl. hefur um þetta um loftin blá, sem er tilbúningur þýðandans, útjaskað orðalag, sem á sér ekkert fordæmi í frum- textanum. Isl. óþreytandi er máttlítið innskot. Fr. glissant, esp. glitanta — en. stveep, þótt merki nokkuð annað en getur þó gengið. Fr. amers samsvarar í hljómi esp. -mar. 5.1. Fr. germyndarsetn. les ont-ils déposés verður þolmynd í esp. ili estas metitaj; þótt en. haldi germyndinni og öfugri orðaröð, er myndin þar önnur: have they fished aboard; ísl. notar hér má . .. líta, sem er lágkúruleg lausn á vandanum. Fr. sur les planches, esp. sipoplanke, kemur fyrst í næstu línu sem en. floors, sem er óneitanlega dálítið óheppilegt orð, þar sem um skip er að ræða. 6.1. Esp. er mjög lík fr. að hljómi í þessari ljóðlínu. Fr. de l’azur verður í en. airy, en er sleppt í ísl. Fr. maladroits verður atviksorð mallerte í esp., sem er sömu merkingar, en en. lýs.orðið helpless er ekki nákvæm þýðing. Fr. honteux og esp. kun gen’ merkja nálega það sama. Hér notar en. aðeins unaccustomed, 260

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.