Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
kvæðin urðu til), — „neraa auðvitað hreins-
aðan af ósóma (það dugir ekki að segja:
varði „kvítan“ háls Völundar). Allt annað
verður kák“.
Jón víkur einnig nokkrum orðum að
flutningi eddukvæða og veitir þar leiðbein-
ingar.
Af því leiðir sem áður segir um varð-
veizlu kvæðanna að skýringar geta oft ekki
orðið annað en viðleitni, og höfundur dreg-
ur engar dulur á að því er svo farið, er lítið
gefið um hæpnar getgátur þegar fátt eða
ekki er við að styðjast. Á einum stað getur
hann um haglega gerðar hugsmíðar kunnra
vísindamanna tveggja, án þess að leggja
nokkuð upp úr þeim. og bætir við: Þannig
má gera sér margt í hugarlund þegar allar
heimildir þegja.
Bókin er ætluð almenningi og höfundur
tekur skýrt fram að hann vinzar það sem
honum þykir nýtilegast úr ritsmíðum fræði-
manna um þessi kvæði, en þær eru feikna-
miklar en ekki að sama skapi merkar allar
saman. Hins getur hann ekki að hann bætir
við frá eigin brjósti ófáum athugunum sem
ekki hafa áður birzt á prenti. Alþýðleg er
bókin í þeirri merkingu að hún veitir al-
menna fræðslu um kvæðin auk þess sem
hún vekur athygli á vandamálum þeirra og
hvernig við þau er glímt á vísindalegan
hátt. Alþýðlegur þýðir ekki hér að neitt sé
slegið af kröfum um vísindaleg vinnubrögð.
Þó þarf enginn að óttast þurra fræði-
mennsku, — sá hlutur á ekki skylt við höf-
und þessarar bókar. Skýrt er greint í sund-
ur hvað vitað er með vissu, hvað er óvíst og
hvað ekki verður vitað eða er óskiljanlegt.
Stundum eru aðeins gefnar bendingar um
hvar svars kunni að vera að leita, eða að-
eins varpað fram spurningum, — ávallt
gætt allrar varúðar í dómum.
Þessar tvær kviður eru furðu ólíkar, en
svipuð er forneskjan og leyndardómurinn,
og uppruna beggja er að leita með ger-
mönskum þjóðum suður á Þýzkalandi og
Englandi. „Völundarkviða er ekki frum-
smíð. Bak við hana hillir undir annað
kvæði sama efnis á annarri tungu ... Þetta
var í þá tíð þegar munur á germönskum
málum, þýzku, ensku og norrænu, var lítill
hjá því sem síðar hefur orðið, svo að kvæði
gátu hæglega borizt á milli, þó ekki án þess
að þeim væri vikið nokkuð við. Og þá tíðk-
aðist samskonar stuðluð ljóðagerð á þess-
um tungum öllum“ (50. bls.). — „Straumar
menningarinnar hafa löngum stefnt úr
suðri til norðurs. Þá má gera ráð fyrir að
elzta Atlakviða hafi verið ort með Þjóð-
verjum ... Þaðan mundi þá þetta kvæði
hafa borizt norður eftir og verið snúið til
norrænnar tungu“ (127. bls.). Þessi skoðun
er á traustum rökum reist sem of langt yrði
að telja hér.
Undir lok kaflans um Atlakviðu leiðir
Jón Helgason í ljós auðkenni í stfl kvið-
unnar sem eru fágæt í norrænum kveðskap,
en alkunn í fomenskum og fomsaxneskum
kvæðum, — og auk þess eitt sem sýnir sér-
stök tengsl Atlakviðu og Bjólfskviðu, fræg-
asta fornkvæðis Englendinga. Þetta er nógu
merkilegt út af fyrir sig, en áður en höf-
undur lýkur þessum inngangi Atlakviðu
gerir hann sér lítið fyrir og bendir á alvar-
lega meinbugi á frægri tilgátu þýzks fræði-
manns sem fyrir allmörgum árum þóttist
hafa sýnt fram á að kviðan væri verk Þor-
bjarnar hornklofa, skálds Haralds hárfagra,
sökum margvíslegra tengsla hennar við
Haraldskvæði. — Allir geta gengið úr
skugga um hverjar nýjungar em hér á ferð-
inni, með því að bera saman við íslenzka
fornbókmenntasögu sem kom út hér í bæ
um likt leyti og Tvær kviður fornar.
Ekki skal f jölyrt um skýringamar þótt af
nógu væri að taka til fróðleiks og skemmt-
unar. Sumum vísum fylgja ekki nema tvær
eða þrjár línur, en yfirleitt fylla skýring-
amar miklu meira rúm en vísumar sjálfar,
266