Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 82
Mál og menning íélacsútgáfan. Þegar er komið út nýtt bindi af Mannkynssögu. Máls og menningar, og mun það nú vera komið í hendur flestum félagsmönnum. Eftir því sem okkur er bezt kunnugt hefur bókinni verið vel tekið af félagsmönnum, og áhugi þeirra á þessu ritverki eykst eftir því sem fleiri bindi koma út. Eftirspurn eftir fyrri bindunum hefur aukizt, og er leitt að fyrsta bindið er þrotið. Aunað bindið er einnig langt til uppselt, og verður því óhjákvæmilegt að gefa þau bindi út í nýrri útgáfu áður en langt um líður. Aðrar félagsbækur í ár, auk Tímaritsins, verða Blómin í ánni, saga frá Hiroshima, eftir sænsk-ameríska skáldkonu, Editu Morris, þýdd af Þórarni Guðnasyni, — og nýtt hefti í myndlistarbókaflokki Máls og menningar, um spænska málarann Goya. Munu þessar bæk- ur koma út í nóvember. Utgáfa Heimskringlu. I vor kom út fjórða bindið af Jóhanni Kristófer, hinni vinsælu skáldsögu Romains Rollands. Er þá aðeins eftir eitt bindi verksins, og er ætlunin að það komi út árið 1965, en þá vill svo til að öld er liðin frá fæðingu Rollands. Félagsmönnum skal bent á að enn eru til nokkur eintök af verkinu í heild, og kostar það félagsmenn í skinnbandi aðeins kr. 667,50 að viðbættum söluskatti. Einnig kom út í vor Hundabœrinn eða Viðreisn ejnahagslífsins, Ijóð og sögur eftir ung- an höfund, Dag Sigurðarson. Nokkrar bækur sem Heimskringla gefur út eru nú í prentsmiðju. Má þar nefna aðal- jólabók útgáfunnar í ár. Eru það frásagnir af sægörpum og aflamönnum, skrásettar af fimm rithöfundum: Ása í Bæ, Indriða G. Þorsteinssyni, Stefáni Jónssyni fréttamanni, Bimi Bjarman og Jökli Jakobssyni. Jónas Árnason er ritstjóri bókarinnar sem verður prýdd mörgum glæsilegum myndum. Þessi bók mun að öllum líkindum koma út um mánaðamót- in október-nóvember. Þá er væntanlegt innan skamms síðara bindið af Ritgerðum Maó Tse-tung, en fyrra bindið kom út hjá Heimskringlu árið 1959. I þessu bindi eru fjórtán ritgerðir, flestar frá árunum 1945—1949, og er í bókinni að finna mikla fræðslu um þá pólitík og þær baráttu- aðferðir sem leiddu kínversku byltinguna til sigurs haustið 1949. Þeim sem gerast áskrif- endur að Ritgerðum Maós fyrir 1. nóvember er gefinn kostur á að fá þær við mjög hag- stæðu verði, eða II. bindið eitt sér á kr. 140,00 ób. og kr. 170,00 ib., en bæði bindin saman á kr. 240,00 ób. og kr. 280,00 ib. Áskriftir skal senda til Heimskringlu, Laugavegi 18, Reykjavík, og verður bókin þá send áskrifendum í póstkröfu strax og hún kemur út. Ný útgáfa er væntanleg af hinni vinsælu bamabók Olafs Jóhanns Sigurðssonar, Um sumarkvöld; smásögur eftir hinn unga og efnilega rithöfund Guðberg Bergsson, og nokkr- ar fleiri bækur eru á leiðinni þó ekki sé hér getið. 272
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.