Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 27
Fundað i þágu guðs vors lands Blessuð kertin eru svo saklaus og góð, sagði hann. Og bráðum koma blessuð jólin! Jónarnir hlógu nú samtaka og Jón átti orðið bágt með að hafa hemil á sér. Greip samt andann á lofti og sagði, Kerti Jón? Kerti! Ójá, sagði hann. Þíngið á að láta velsæmið fá bílaverkstæði og sprautur til að sprauta úr grænum grautum, hráolíum og smurníngsolíum, svo vel- sæmið geti gengið. Glíng glong! Hvað segir maðurinn! Ja þótt þið hlæið, þótt þið hlæið! Og hvað sagðir þú? Maður fann að honum var svo sem alveg sama um eigin virðíngu mann- inum, og hverju gat maður svo sem svarað? Sagði jú að það gæti verið satt. En svei mér þá ef hann minnti mig ekki á skúr sem hvorki heldur vatni né vindi. Svei mér þá. Stakkels maðurinn! Látið gamla fólkið verða glatt! sagði hann. Útgefendur standa við bala. Mamma þeirra segir, Bráðum koma blessuð jólin! Útgefendur standa við balann hjá mömmunni sinni og bráðum koma jól! Verið nú góðir við allt gamalt fólk. Látið gömlu skáldin verða glöð um blessuð jólin svo þau kveiki á kertunum sínum! Jón var nú kominn með stinníngs vindgáng og krampa og gat ekki lengur hlegið, en Jón kjamsaði út í loftið og sagði með andköfum, Nei, hægan nú Jón, hægan vinur! Maður vætir sig ef þú heldur áfram! Fólkið hlustaði allan tímann á þetta furðulega tal, og ekki vantaði hlátr- ana. Hann endaði varla svo setníngu að hann hagaði sér ekki eins og götu- strákur, hnýtti aftan í hverja setníngu díng-díng, trunt-trunt eða dúmm- domm; ósiðlegur vaðall sem enginn hefði getað hlegið að nema þessi lági skríll þarna. E hérna Jón. E hérna! Og svo? Ég fór. Gastu ekki látið dónann hafa skvettu að lokum? Gat ég ekki, sagði Jón. Gat ég ekki? Hvað ætli mann lángi að standa í svona látum? Ég fór bara út. Jæja, sagði Jón með hendur á maga. En hvað Jón, svona í gamni og al- 137
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.