Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 35
AtS kvöldi dags Drengurinn læddist á eftir, og þegar hann gekk hálfboginn meðfram garð- inum að utan, heyrði hann gamla manninn segja: „Svona Tryggur kallinn, svona kallinn minn, liggðu nú hérna í sólinni og láttu fara vel um þig. Eg ætla að sækja tusku til að þvo þér svolítið, svo þér Hði betur.“ Drengurinn gægðist upp fyrir vegginn og sá á eftir gamla manninum inn um dyrnar. Þarna lá Tryggur gamli á hliðinni á hlaðinu. Það var eins og hann svæfi í volgum og mildum geislunum frá kvöldsólinni. Og drengurinn sá, að hann var blóðugur á afturlöppinni og hryggnum. Já, hann hafði líklega hrapað hundgreyið, hann var orðinn gamall og stirður. Hann var greinilega lifandi því hann andaði, ennþá. Gamli maðurinn kom út með tusku og vatnsfat í annarri hendi og mjólk- urskál í hinni. Hann setti skálina fyrir hundinn. „Svona Tryggur kallinn, reyndu nú að éta dulítið svo þér batni, svona kallinn minn, svona,“ og hann lyfti haus hundsins og hélt skálinni upp að trýninu á honum. Tryggur opnaði augun og leit sljór á mjólkina, svo lokaði hann þeim og hausinn hneig aftur niður á hlaðið. „Ertu svona slæmur kallinn minn,“ sagði gamli maðurinn, og það var eins og hann sigi saman, þar sem hann lá á hnjánum hjá hundinum. Hann strauk hundshausinn stirðlega kræklóttri hendi. „Þá er ekki nema eitt að gera, Tryggur minn, þá er ekki nema eitt að gera. Það skal ég gera sjálfur kallinn minn, það skal ég gera sjálfur, ég veit að þú vilt það.“ Gamli maðurinn reis þungt og seint á fætur og hvarf inn. Drengurinn gat ekki slitið sig frá þessu, sem þarna var að gerast. Hann vissi hvað gamli maðurinn ætlaði að gera og hann vildi það ekki. Hann óskaði af öllu hjarta, að hundurinn mætti lifa, þessi vesalingur, sem lá í blóði sínu í kvöldskininu. Þegar gamli maðurinn birtist i dyrunum með byssu í hendinni, þá byrjaði hjarta hans að hamast, alveg eins og á haustin, þegar hann sá kindumar leiddar út og lokaði augunum og beið. Beið í trylltri örvæntingu eftir hvell- inum, sem þýddi, að þessi lifandi, jarmandi og jórtrandi skepna var ekki lengur loðin kind, sem var svo hlý undir lófa manns, heldur dautt og blæð- andi hrúgald á jörðinni. En honum var ljóst, að það var ekkert annað hægt að gera, og hann 10 TMM 145
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.