Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 38
Tímarit Máls og menningar lega eðli, þá var hún umhurðarlynd og víðsýn og fullkomlega laus við all- an faríseahátt. Því má bæta hér við, að henni var meinilla við drykkju- skap og lausung í kynferðismálum. Ekki nær minni mitt svo langt, að ég geti fullyrt núorðið, að hún hafi brugðið á slíkar „prédikanir“ yfir karlmönnum. En ég held mér sé þó óhætt að segja, að það hafi hún gert, þegar svo stóð á, að hún tók misferli þeirra mjög nærri sér eða áleit þau háskaleg fyrir sjálfa þá. Það getur engu að síður verið rétt, að Halldór hafi ekki heyrt þess getið, að Una hafi „reynt að bæta fólk og snúa því frá villu síns vegar“. En ég hefði haldið, að jafn þjálfaður mað- ur í leyndardómum andans hefði átt að geta sagt sér þetta sjálfur út frá upplagi Unu, sem hann þekkti nokk- uð. Að því frá gengnu hefði honum verið innan handar að afla sér vitn- eskju um þetta hjá fólki, sem þekkti Unu vel og var öllum hnútum kunn- ugt í hennar góða húsi. Það hefði verið viðkunnanlegri þjónusta við sannleikann og minningu gömlu kon- unnar heldur en að fara að ranghala henni út á einhvers konar „húman- isma“ og láta hana misskilja innihald þeirrar lífsjátningar svona hrapar- lega. Um Erlend er það að segja, að hann lét sig ekki einu gilda, hvernig kunningjar hans vörðu lífi sínu, og hann hafði nokkra tilhneigingu til að leiðbeina þeim, sem honum fannst fara villir vega, jafnvel hafa í frammi við þá fortölur. Hér er eitt dæmi. Einn vinur Erlends, ungur og efni- legur piltur, hafði valið sér hlutverk í lífinu, að loknu stúdentsprófi. En í staðinn fyrir að sinna af alhug lífs- hlutverkinu, tók hann upp á þeim fjanda að sökkva sér niður í tafl. Er- lendur var taflmaður mikill og skildi því vel, hve sá leikur getur teymt menn langt, ef hann nær valdi á þeim. Hann tók piltinn tali og leiddi honum fyrir sjónir, að hann væri kominn út á háskalega braut, sem leitt gæti til eyðileggingar á því hlutverki, sem hann hefði valið sér, ef hann léti ekki staðar numið. Hvernig hefði ekki far- ið fyrir Eggert Gilfer. Taflið hefði náð þvílíkum ofurtökum á honum, að hljómlist hans hefði beðið af mikið tjón. Erlendur talaði svo alvarlega um fyrir piltinum, að hann lét sér segjast og hætti við taflið. Þessa sögu sagði Erlendur mér sjálfur. Þetta var „húmanismi“ Erlends, en ekki það að láta menn kollsigla sig afskiptalausa og jafnvel greiða fyrir þeim að tortíma sér. En þetta var ekki dagleg iðkun hans. Hann var að því leyti gerður eins og flestir aðrir sæmilega háttvísir menn að hafa ekki í frammi siðaprédikanir yfir fólki að öllum jafnaði. Og hann var svo glöggur mannþekkjari, að honum lá fljótlega í augum uppi, að margir, máski flestir, höfðu ekki innræti til 148
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.