Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 45
deild í mótun manna. Ég minnist þess ekki, að honum væri hin austrænu fræði sérlega hugleikin og æ minna, eftir því sem aldurinn færðist yfir hann. Þó mun hann nokkuð hafa les- ið af því taginu, og eitthvað kynnti hann sér um tíma kenningar guðspek- innar, las að minnsta kosti bækur eft- ir Leadbeater og Annie Besant. Af jógaritum hefur hann efalaust lesið þýðingu okkar Ingimars á Yóga Hohlenbergs og einnig þýðingu okk- ar Jóns Thoroddsens á Karma Yoga Swamis Vivekananda, sem við köll- uðum á íslenzku Starfsrækt. Ekki get ég munað að hafa séð hjá honum önnur jógarit, og ekki fæ ég minnzt þess, að hann fengi léð hjá mér neitt af þeim fáu jógabókum, sem ég hafði þá viðað að mér, á árunum kringum 1920, vil þó ekki neita því með öllu. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að ég hafi verið eini maðurinn, þeirra, sem komu í Unuhús eða þar áttu heima, er hafði áhuga á jógakenning- um að neinu marki, og varð ekki var við, að ég nyti nokkurs álits fyrir hjal mitt um þær nýjungar. Ekki varð ég þess heldur áskynja, að Erlendur hefði um hönd jógaæfingar, að því fráskildu, að hann tók sér stundum afslöppunartúra, þegar hann lagði sig á daginn. En hvað mikilli leikni hann náði í þeirri vandgerðu list, er mér ókunnugt um. Þá voru afslöpp- unaræfingar, sem ég kallaði hvíldar- æfingar, nær óþekktar hér á landi og Rangsnúin mannúð mun ekki fjarri sanni, að ég hafi ver- ið einn af þeim fyrstu, sem tóku upp slíkar kúnstir, og það mun hafa ver- ið árið 1918. En nú er farið að kenna þessa jógaæfingu í vestrænum heilsu- hótarskólum og „að slappa af“ má nú heita á hvers manns vörum. Þó mun Erlendur ekki hafa lagt svo mikið upp úr skrafi mínu um hvíldaræfingar hinnar austrænu speki, að hann tæki að iðka þær eftir mínum forskriftum. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að hann byrjaði, en þá hafði hann lesið bók eftir David Harold Fink: Release from nervous tension. Kom út á íslenzku 1948 und- ir heitinu: Hvíldu þig, hvíld er góð. Af þeim mönnum, sem ég hef þekkt, mun Erlendur hafa komizt einna næst því að vinna verkið verks- ins vegna, en það er mergurinn í karmajóga. Sá hæfileiki kom honum ekki frá jógakenningum. Hann var honum meðskapaður. Jógarit tóku ekki að berast hingað til lands fyrr en um 1918, og mun Yóga Hohlen- bergs einna fyrst hafa skotið hér upp kolli. Þá var Erlendur fullmótaður maður, enda fann ég ekki á honum neina breytingu í göfgunarátt við til- komu þeirra bókmennta. Erlendur var jafngöfugur maður, er ég kynnt- ist honum fyrst 1913, þegar jóga- kenningar og önnur indversk fræði heyrðust varla nefnd hér á landi, sem jafnan síðan. Hann var göfugur af sj álfum sér, en ekki af bókum. 155
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.