Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Side 62
Tímarit Máls og menningar varðveitt nokkurar leifar af jafnvægi taós, og mætti það verða taóvinum hér á landi lítil bending, ef á þá sæk- ir Stalínsníð. Hér heima hefur Stalínsníðið verið algerlega einsýnt, enda flutt sem póli- tískur áróður, af sumum til að styrkj a pólitíska aðstöðu sína, af öðrum í vesælli von um nokkurn fjárhagsleg- an ábata hjá peningavöldunum, og hj á allmörgum er það pólitískur hlandþvottur frammi fyrir almenn- ingsálitinu. Aldrei hefur verið gerð nokkur tilraun í þá átt að grafast fyr- ir, að því leyti sem hægt er, hvað satt sé í upplj óstrunum Krústjoffs. Þó hafa þær verið þann veg fluttar, að enginn, sem metur manngreind sína nokkurs, ætti að geta ginið við jafn lausagopalegum málflutningi og allra sízt pólitískir andstæðingar Krúst- joffs, sem aldrei hafa metið hann hátt sem sannleiksvitni á öðrum sviðum stj órnmálanna. Og aldrei hafa þessir menn sýnt nokkurn lit á því að bera saman hin jákvæðu og hin neikvæðu verk „bóndans í Kreml“ sem leiðtoga og nýbyggjanda. Þeir hafa gert hugs- uninni létt um vik: Þessi oddviti hinnar miklu uppbyggingar á Stalíns- árunum í Rússlandi, er skildi við sitt áður frumstæða og fátæka land sem annað mesta iðnaðarveldi heims, er nú lagður af mörgum Vesturlanda- búum, án nokkurs fyrirvara, að jöfnu við versta óþverra veraldarsög- unnar, er vann sér það eitt til ágætis á sínum hérvistardögum, sem engir skyldu verið hafa, að myrða og drepa miljónir manna, brenna þúsundir borga, braut niður móral þjóðar sinnar og skildi við sitt land í rjúk- andi rúst. Og á meðan þessi van- skapningur prédikaði landrán, kyn- þáttamorð og áþján þjóða, var „bóndinn í Kreml“ óþreytandi í boð- un friðsamlegrar sambúðar ríkja og samninga í stað valdbeitingar, og má sj á þess mörg dæmi í ræðum hans og ritum. Og nú eru þessir menn orðnir j afningj ar. Nú er Erlendur ekki lengur til við- tals hér í heimi, en ég þori að taka mér það bersaleyfi að fullyrða í hans nafni, að þarna hefði hann sett marga „fyrirvara“. Hann hefði aldrei gap- að við svona lauslega útbúinni og einhliða fluttri málsmeðferð sem þeirri, er Krústjoff hefur haft í frammi. Þar með er enganveginn sagt, að Erlendur hefði talið þetta til- búning úr forsætisráðherranum. En ég trúi, ef ég man Erlend rétt, að honum hefði þótt málabúningurinn klaufalegur, rakarýr og full ofsa- kenndur. Hann hefði spurt um rök. Hann hefði vegið og metið. Það var hans háttur. Og hann mundi aldrei hafa fallið í þá formyrkvun að leggja að j öfnu verk Hitlers og afrek „bónd- ans í Kreml“. XIV Þá komum við að einni gálausustu 172
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.