Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Qupperneq 64
Tímarit Máls og menningar um til hægri). Og það er meira hrun- ið, að sjá ekki, hvað þessi paradoks er hjákátlegt byggingarefni í fyrir- myndar lýðræðissinna og húmanista. Erlendur var að vísu óvenjulega hj álpsamur. En hann neitaði líka oft. Hann vissi alltaf hvað hann var að gera, sagði náinn vinur hans við mig. Næst lælur Halldór Erlend segja þetta: „Það líður varla sá dagur að ég gefi ekki einhverjum drykkjuræfli vini mínum fyrir flösku.“ í minni áheyrn sagði Erlendur einu sinni: „Maður á aldrei að láta menn hafa peninga til að drekka fyrir.“ Hvorum á nú að trúa, piltar, Pétri okkar eða Pétri hinum? Ég held, að Erlendur hefði aldrei lagt manni þetta heil- ræði, ef hann hefði ekki farið nokk- urnveginn eftir því sjálfur. Orðin, sem Erlendur segir hér við Halldór, eru ekki af paradoksaættinni, og þess vegna er ég sannfærður um, að hann hefur aldrei sagt þau. Eða — hafi hann sagt þau, þá hefur hann logið þessu að Halldóri, en það er ekki Erlendi líkt. Enginn kunningi Erlends sem ég hef spurt um þetta, kannast við, að hann hafi látið menn hafa peninga til áfengiskaupa. Þar með er ekki sagt, að hann hafi aldrei gefið einhverjum drykkjuræfli vini sínum skildinga fyrir máltíð eða gist- ingu, en þeir hlaupið til að nota þá til vínkaupa. Maður, sem bjó í Unuhúsi, sagði mér eftirfarandi sögu: Eina nótt, þegar Erlendur var háttaður eða í þann veginn að hátta, ber maður upp á hjá honum, sennilega einn af „vin- um“ hans, og biður hann að lána sér tvær krónur fyrir gistingu. Erlendur átti það til að sjá inn úr skorpunni á mönnum og varð undir eins ljóst, að maðurinn ætlaði að verja krónunum til alls annars en gistingar. Hann klæðir sig þegar upp úr rúminu eða tygjar sig til, hafi hann ekki verið háttaður, og fer með manninn niður á Herkastala, kaupir þar rúm handa honum og vindur sér svo heim, en maðurinn átti sízt von á svona af- greiðslu. Það segir sig sjálft, hvort Erlendur hefði ekki heldur snarað í manninn tveim krónum en að gera sér það ómak að fara með hann nið- ur á Herkastala, ef það hefði verið næstum dagleg iðkun hans að gefa drykkjuræflum vinum sínum fyrir flösku. Þessa sögu sagði mér einnig annar maður, sem aldrei bjó í Unu- húsi, en honum sagði Erlendur sjálf- ur og hló að, hvernig hann hefði látið krók koma á móti bragði. Þessar brennivínsgjafir Erlends hefðu orðið allskoplegur baggi á fjárhag hans, ef varla hefur liðið sá dagur, að hann gæfi ekki manni fyrir flösku. Furðar mig á, að Halldóri virðist hafa skotizt yfir þá hlið máls- ins, jafnvel þó að hillingar húman- ismans hafi áður gert honum ljótar glennur. Við skulum nú slá svolítið af og gera ráð fyrir, að Erlendur hafi 174
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.