Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 74
Tímarit Máls og menningar 4 er ósvikið atómkvæði að form- inu til, varla nokkurs staðar stuðlar, hvergi rím. Það kemur manni nokk- uð á óvart eftir dvergasmíð hinna kvæðanna. Hér er stefnt lengra inn í óraun- veruleikann. Ég finn enga ákveðna merkingu í þessu kvæði. Aðalatriðið virðist vera að skapa stemningu: manni rennur í brjóst. Myndirnar eru ekki tákn, heldur sjálfstæðar draumsýnir sem aðeins eiga sér rök í dulvitund skáldsins. Tökum t. d. Himininn rignir mér gagnsœjum ten- ingum yfir hrapandi jörð (Himininn er vitanlega nefnifall, þ. e. liiminninn. Steinn sagði að orðið tæki sig betur út á prenti með einu færra n-i). Þetta er dæmigert fyrir hillingarnar sem sækja að manni í svefnrofunum. En þessar draumsýnir hafa sitt kerfi fyrir sig. Skringilegum orðum er ekki raðað á blað af handahófi bara til þess að skapa eitthvað skringilegt. Það er skipulag í rugl- andinni, orð minnir á annað orð með draumkenndri rökvísi. Engill hrað- ans minnir á engil dauðans, því hraði og dauði eru skothendingar. Svo eru mörg orð í þriðja erindi sem auka á næturstemninguna og undirstrika draumsástandið: sofa, -nœtur, mán- ans, -stjörnur, stjarn-, syjjuð. Þetta kvæði finnst mér alveg full- nægjandi í sjálfu sér. En það öðlast líka gildi af því sem það er ekki, af mótsetningunni við 32 kvæðin á und- an og á eftir. 5 Frá vitund minni Til vara þinna Er veglaust haf En draumur minn glóði í dulkvikri báru Meðan djúpið svaf Og falin sorg mín Nær fundi þínum Eins og firðblátt haf í þessu kvæði kemur fram önnur persóna í fyrsta skipti. Hingaðtil hafa kvæðin fjallað um hina innhverfu veröld þar sem allt snýst um skáldið. Nú mætum við fyrst einhverju sem er utan við þennan hring, þessari kvenpersónu. í fyrsta erindi eru þau aðskilin og haf á milli þeirra. Annað erindi virðist styrkja þann grun að athafnasviðið hafi færzt úr vöku yfir í svefn: draumur minn glóði. Myndin í þessu erindi er mjög eðlileg. Oldur hafsins hreyfast ekk- ert áfram. Hver sameind af vatni teiknar hægan sporbaug og kemur aftur á sinn fyrri stað. En áhorfand- anum virðist aldan vera á fleygiferð um hafflötinn Þessvegna er báran díí/kvik. En sorg hans nær til hennar í draumi eins og aldan sem virðist fara yfir hafið. Það sem djúpt liggur, hreyfist ekki. 184
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.