Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 78
Tímarit Máls og menningar Þessu kvæði svipar mjög til 5. Þar á milli hafa kvæðin aðallega fjallaÖ um umheiminn og tjáningu sálarinn- ar. Nú kemur aftur að kvenpersón- unni. Hér eru harmur og hamingja sett í sem nánust tengsl. Og það er harm- urinn sem kastar sinni hirtu á ham- ingjuna. Þessi sameining andstæðna tjáir betur en nokkuð annað tvíþætt eöli ástarinnar. 11 Eins og blóðjárnaðir hestar Hverfa bláfextar hugsanir mínar Inn um bakdyr eilífðarinnar Eins og nýskotnir fuglar Falla nafnlausir dagar Yfir náttstað minn Eins og naglblá hönd Rís hin neikvæða játun Upp úr nálægð fjarlægðarinnar Meðan andlit mitt sefur Eins og óslokkið kalk í auga fljótsins Hér hefst lokakaflinn og hverjum þætti af öðrum er lokið. Þversagn- irnar ná hámarki í þessu kvæði. Það ber að líta á þær, og eins líkingarnar, sem draumsýnir er líða hjá Meðan andlit mitt sefur. í fyrsta erindi er hugsunum skálds- ins líkt við meidda hesta sem ganga, haltrandi ef til vill, inn um bakdyr ódauðleikans. Mér finnst það lýsa vel kvæðum Steins, eða öllu heldur því áliti sem hann hafði á þeim. En ég hef aldrei getaÖ lifað mig til fulls inn í annað og þriðja erindi. Annað erindi á sýnilega við framrás tímans og í þriðja erindi eru þversagnir uppistaðan. í fjórða erindi erum við aftur minnt á draumsástandið. Og hér er ein þversögn enn: kalk getur ekki verið óslokkið í vatni. Ég hef alltaf átt hágt með að botna í þessu kvæði. Mér finnst við- leitni skáldsins til að gefa í skyn hið óskiljanlega með þversögnum og ó- væntum líkingum ekki bera árangur hér. Annars er 11 einna líkast 2, en vantar hina föstu stígandi þess. 12 í sólhvítu ljósi Ilinna síðhærðu daga Býr svipur þinn Eins og tálblátt regn Sé ég tár þín falla Yfir trega minn Og fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn Þetta kvæði er rökrétt framhald af 5 og 10. Það hefur sama rólega yfir- hragðið og þau. Hryggðin er söm við sig og nálgast sjálfsmeðaumkun (eins og í 3). Það sem kallaÖ var sorg í 5 og harmur í 10 er tregi hér. Og enn leitast skáldið við að ná til kvenpersónunnar. I 5 var það falin sorg mín nœr fundi þínum, og í 10, Um hið veglausa haf lœt ég hug minn fljúga lil hvarms þíns. Hér er fundur 188
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.