Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 84
Timarit Máls og menningar baráttu, en veruleg stéttaátök fara þar fyrir ofan garð og neðan. Það er eingin verka- lýðsbarátta í þessari bók, heldur aðeins stríð milli tveggja verziana, eða verzlunar- forma. Kaupmannsfjölskyldan reynir í leingstu lög að viðhalda gamalli reisn sinni og virð- íngu, og láta sem ekkert sé að gerast. Helzti bjargvættur hennar undir lokin er úngur ættingi, sem virðist helzt rekinn af hafi vestan úr Ameríku, og tekur við stjórn hinnar deyjandi verzlunar. Baráttan við kaupfélagið iendir mest á þessum óstýriláta og undarlega samsetta manni. Guðmundur bregður eingum nýjum svip yfir þetta yrkisefni. Tekur það eingum per- sónulegum tökum. Jafnvel stíllinn minnir stundum á Guðmund G. Hagalín. Hér er ekki um neitt uppgjör að ræða, sagan hef- ur í raun og veru eingan endi. Mann gnin ar að vísu að kaupfélaginu muni takast að setja Bólstaðsverzlun á hausinn, og þó. Hvað getur Tryggvi Bólstað er í harðbakk- ann slær? Við því fáum við ekki svar. HúsiS er illa skrifuð saga um margþvælt efni. Maður hlýtur að undrast að höfundur hennar skuli talinn í fremstu röð höfunda, nema þá metrakerfið sé látið gilda sem mælikvarði á bókmenntimar. Nú á tímum er mikið talað um „kreppu“ í bókmenntum vorum, einkum skáldsagna- gerðinni, og öðru hvoru er ymprað á þeirri vafasömu fullyrðíngu að aðrar listgreinar, eins og t. d. málaralist standi hér með meiri blóma en skáldskapurinn. Kannski er ekki nema von að slíkar raddir heyrist, ef reyna á að telja fólki trú um að HúsiS eftir Guð- mund Daníelsson sé einhver hátindur nú- tíma skáldsagnagerðar á íslandi, en af- greiða vaxtarbrodd bókmenntanna með inn- antómum fúkyrðum og margtuggnum merk- íngarlausum slagorðum. Að hossa höfundi þessarar sögu og skipa honum í fremstu röð íslenzkra höfunda verður tæplega til örvun- ar þeim er við bókmenntir fást á landi hér, og því síður til þess fallið að auka skilníng fólks á íslenzkum bókmenntum yfirleitt, en þess virðist mér ekki vanþörf. Jón frá Pálmholti. Róttækur borgari á 19. öld að mun ekki leika á tveim tungum, að Lúðvík Kristjánsson er afkastamesti rithöfundur vorra tíma á íslenzka sögu. Á einum áratug hefur hann sent frá sér sex væn bindi um sögu 19. aldar, og þótt frá- sagnaraðferð hans — að láta heimildimar tala sjálfar — ráði að sjálfsögðu ekki litlu um stærð verksins, þá hlýtur það að vekja bæði furðu og aðdáun, að einn maður geti afkastað svo miklu. Því að þótt orðréttar tilvitnanir skipi mikið rúm í verkum hans, þá fer því fjarri að hér sé haugað saman heimildum í belg og biðu. Hver tilvitnun er tígulsteinn í byggingunni og að loknum iestri finnst manni, að enga tilvitnun hefði mátt skorta svo að ekki sæi á vegghleðsl- unni. í annan stað ber allt þetta verk hans vott um skarpa krítíska gáfu, höfundurinn vill sýnilega ekki staðhæfa neitt nema það sé grunnmúrað óvefengjanlegum heimildum og hann hefur heldur ekki dregið af sér með heimildakönnunina, hættir aldrei fyrr en hann hefur leitað af sér allan grun. Vandvirkni Lúðvíks Kristjánssonar í könn- un og mati heimilda mætti verða öðrum sagnfræðingum íslenzkum og ævisöguhöf- undum til fyrirmyndar. Það sem einkum vekur athygli manns við lestur þessara sögurita Lúðvíks er viðleitni hans til að ganga ótroðnar slóðir, kanna það sem öðr- um hefur sést yfir, huga að því, sem öðrum þótti lítils virði. Þetta kom þegar fram í Vestlendingum hans. í undirbúningnum að því riti skrifaði hann hjá sér margt, sem ekki átti þar heima, en þær uppskriftir urðu síðar stofninn í bók hans Á slóSum 194
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.