Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 98
Tímarit Máls og menningar ao Reykvíkingum, Hafnjirðingum og Kefl- víkingum sjónvarp. Að öðru leyti hefur grámulla hversdagsins verið órofin, og víð- ar en œtla mœtti hefur komið í Ijós sá hvimleiði barlómur og það gagnslausa nöldur sem séra Sigurður, Geir borgar- stjóri og útvarpsgagnrýnandi Morgunblaðs- ins átelja svo mjög. Til dœmis svaraði hinn aldni höjðingi Gunnar Gunnarsson, — sem hin seinni ár hejur reyndar verið eindreg- inn stuðningsmaður rétthugsandi stjórn- málajlokka, — þeirri spurningu Alþýðu- blaðsins, hvað honum þœtti farsœlast og hvað uggvœnlegast við þróun mála á Is- landi síðan 1944, á þessa leið meðal ann- ars: Til farsældar ætti að mega telja al- menna velmegun langt fram úr því sem á sér nokkurt innlent dæmi, aukið framtak á flestum sviðum, áberandi orku og kjark er leiðir til óbilandi trausts á framtíðina, trausts sem er nýtt fyrir sjónum þeirra er lifað hafa tímana tvenna og þrenna. Uggvænlegt virðist hins vegar hve margt í þjóðlífi voru er á hverfanda hveli ... Of- rausn höfuðskepna verður hver maður að lilíta, en einnig taumleysi Frónbúans, eldri manna sumra ekki síður en yngri, spáir því miður engu góðu um framtíðina. Frá fornu fari er það ekki beint hrósyrði, sé tekið fram um mann á hezta aldri, að haun sé kjötvinn, og stafaði það þó ekki af því að slyttin hreyfðu sig vart úr stað nema í bíl, sem alltof oft reynist skæður sem ó- argadýr. Það er ódýrt nú orðið að verða manni að hana (að ekki séu nefndir au- virðilegir glæpir, svo sem svik alls konar, auðgunarbrot og aðrir fjárglæfrar), og hygg ég Gretti mundi þykja lítið til koma, að sjá naumast nafns síns getið. Þá er og skemmdarfýsn sú, er veður uppi sýknt og heilagt tákn villimennsku, sem vart lengur getur talizt á hyrjunarstigi. Hver er sá, að honum hrjósi ekki hugur við að geta sér til um heimiiin að baki, og ekki miður geigvænlegt er, að sumir kennarar víkja frá sér ailri ábyrgð á uppeldi nemandans. En úti í strjálbýlinu, sem að vonum verð- ur æ þunnskipaðra, fá menn óbeðið að deyja Drottni sínum án læknisaðstoðar, nema helzt ef hægt er að koma við flug- kosti, og það um leið og þjóðveldiskyn- slóðin að ekki óverulegu leyti kostar úr ríkisfjárhirzlunni menntun og jafnvel sér- menntun lækna, er að námi loknu leita þangað sem betur er lagt í lófa karls, karls. Grár leikur kaldlyndra og smágeðj- aðra einstaklinga, og þó raunar ekki síður stjómarvalda þeirra, er ábyrgðina bera, þ. e. a. s. alþjóðar. Jón Engilberts var ekkert að skafa utan af sínum skoðunum i svari við sömu spurningu: Það sem mér finnst uggvænlegast, er blekkingin í þjóðlífi okkar. í raun réttri erum við eins og lítill froskur í brunni, sem aldrei hefur séð úthafið. Þrátt fyrir það lítum við á brunninn eins og hann sé nafli alheimsins. Við jöfnum smásálarskap okkar við heimsmælikvarða á rausn og stórlæti og miklumst af fornum bók- menntaarfi. í rauninni er brunnur þessi ekki annað en birgðastöð og herstöð vinsamlegs stór- veldis, en sjálfir höfum við forsmáð að treysta þær einu landvarnir, sem hæfa ís- lenzkri þjóð: listmenningu ... Bókmenntaáhugi þjóðarinnar er á því stigi, að hún kaupir fornsögur í gylltu bandi í metratali til að fóðra innan híbýli sín, en les ekki. Ungir rithöfundar, sem liafa sýnt jákvæða viðleitni í byrjun, eru nú setztir við að skrá lífsháskasögur og æfiatriði manna, sem hafa legið úti í byl, illa búnir á fjöllum eða fengið hræðsluköst og séð drauga. Nógu margar hitaeiningar fást ekki fyrir aðra tegund ritstarfa. 208
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.