Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 6
Timarit Máls og mcnningar
uni gengið inn ganginn, tók ég eftir
að nokkrir piltar höfðu staðið þar
með heimamannasvip. Hér var aug-
sýnilega karladeild, hvernig sem nú
á því stóð, að ég var látin hingað.
Nú fóru að heyrast háværar karl-
mannaraddir, og ég heyrði að pilt-
arnir á ganginum voru að þvo sér,
og húa sig undir svefninn. Ekki fyrir
nokkurn mun þorði ég að fara fram
lil þeirra. Eg gægðist á skráargatið.
Það var firnastórt, svo að sást fram
um allan gang. Þarna var fullt af
ljómandi myndarlegum karlmönnum.
Ekki gat komið til mála að ég færi
að setja mig í þá óviðurkvæmilegu
aðstöðu að fara að þvo mér innan
um alla þessa ungu menn — ég sem
átti ekki einusinni greiðsluslopp.
Smátt og smátt fór að hljóðna á gang-
inum. Loks heyrðist hvergi fótatak í
þessu stóra, tómlega húsi. Ég settist
aftur við gluggann og horfði út í
vornóttina. Roðinn var horfinn af
hlíð og vatni, en holt og runnar huld-
ir móðu. Stjarnan tindraði í skærum
ljóma. Tveir svanir flugu til vatns
með hátíðlegum vængjaburði. Djúp
kyrrð ríkti, hæði úti og inni. Ósköp
var hér einmanalegt! Það lá við að
ég færi að snökta.
Allt í einu var þögnin rofin af
bjartri karlmannsrödd, sem hóf upp
söng, einhvers staðar á hæðunum
fyrir neðan gluggann:
Ég reið um sumaraftan einn
á eyðilegri heiði.
Mér fannst sem þessi ókunna rödd
væri á einhvern dularfullan hátttengd
vornóttinni — og minni eigin æsku.
Einmanaleikinn vék um set. Ég fór
í háttinn og sofnaði fljótt.
Hve lengi ég hef sofið, veit ég ekki,
cn allt í einu losaði ég svefninn. Það
var einhver inni í herberginu! Ég
opnaði augun í svefnrofunum. Við
rúmið stóð hvítklædd vera; ég sá
ekki andlitið, því að það var hulið
hvítri blæju. Ofsahræðsla gagntók
mig, og ég hentist upp. Enginn var
sjáanlegur í herberginu. Ég stökk
framúr og út á ganginn.
Hræðslan rak feimnina út í veður
og vind. Hvar voru nú allir piltarnir?
Gangurinn gapli við mér, tómur og
ömurlegur. Ég trítlaði áfram á ber-
um fótum.
Þá kom á móti mér ungur hjúkr-
unarnemi, sem var á næturvakt.
„Hvað ertu að gera hér stúlka — á
náttkjólnum inni á karlagangi?“
spurði hún dálítið háðslega. Ég sagði
henni í hvaða herbergi ég væri; ég
gæti ekki sofið. „Hvað, varstu látin
þangað inn?“ Það var líkt og kæmi
á nemann. „Jæja, þú verður að reyna
að sofna. Það er mið nótt,“ sagði hún
og fylgdi mér aftur inn í herbergið
mitt. Ég varð rólegri, af vitundinni
um vakandi nemann þarna á næstu
grösum, og steinsvaf til morguns.
Fljótlega var ég flutt úr stofu A inn
á stofu 5. Þar voru margar ungar og
kátar stúlkur. Hjá þeim fékk ég að
212