Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 8
Tímarit Máls og menningar eða einhver hátíðleg lífsvizka. And- legur páfi þessara einförulu skálda var Stefán frá Hvítadal. Hann hafði líka verið hér ekki alls fyrir löngu, ógleymanlegur öllum sem honum kynntust. Þessir synir Stefáns í ljóða- gerðinni ortu mest um ástina; hina hreinu, rómantísku ást, sem hóf sálir til himins, en endaði í tárum. Þeir ortu líka Máríukvæði. Yrðu þeir ást- fangnir, þá horfðu þeir á stúlkuna í fjarlægri aðdáun, sem var illskiljan- leg sumu blóðheitu kvenfólki. — „Ó, Gleði, ég kem í kvöld á þinn fund, og kyssi í auðmýkt þinn fót“. En þeir komu aldrei, því að ást af þessu tagi þoldi helzt enga viðkomu, en var í ætt við tungsljós og víravirki. Fyrirferðarmesti hópurinn á hæl- inu var unga fólkið, drengirnir og stúlkurnar. Til þeirra töldust allir sem voru milli fermingar og tvítugs, eða þar um bil. Óll vorum við örsnauð, ástfangin og full af vonum. Eins og skáldið Káinn sagði: ÞaS var á æskuárum þá engin sorg var til, þá allir áttu ekkert og allt gekk þeim í vil því vonin vermdi allt. Ungu stúlkurnar lögðu mikla rækt við búning sinn, og við reyndum að skreyta okkur eins vel og ástæður leyfðu. Bezt þótti okkur takast á sunnudögum. Þá klæddust þær ís- lenzkum búningi, sem voru svo heppnar að eiga slíkt skart. Við gengum í hópum niður stigana í átt- ina til borðsalarins, þar sem dreng- irnir stóðu á ganginum og virtu okk- ur vandlega fyrir sér. Fyrir gat kom- ið að einhverjar okkar bjuggust ekki í upphlut eða peysuföt á sunnudegi. Þá áttu drengirnir til að segja af hæglátri vandlætingu: Af hverju er- uð þið ekki skrautklæddar í dag? En slík vanræksla kom sjaldan fyrir. Flestir drengjanna áttu ekki nema ein föt, sem þeir urðu að ganga í sýknt og heilagt. Einu sinni fundu þeir upp á því snjallræði að bretta hvítan skyrtukragann utan yfir jakka- hálsmálið. Þetta var kallað að búast eins og Byron lávarður. Tilbreytnin gekk töluvert í augun á okkur stúlk- unum, einkum ef Byronskragamað- urinn var skáldlega þenkjandi. Stund- um kom það fyrir, að dömurnar hirt- ust í dagstofunni, settust í hæginda- stóla og ræddu við fyrirmennina, sem sjaldan yfirgáfu þær. Þá kom unga fólkið hikandi i áttina til þess- arar kurteisu samkundu og hlustaði á viðræðurnar. Við dirfðumst meira að segja stundum að leggja orð í belg, þó með fullri varkárni. Ekki fór á milli mála að dömurnar kunnu miklu betur við ungu piltana en okk- ur stelpurnar. Aftur á móti litu fyrir- mennirnir í náð til okkar, jafnvel gerðu aðeins að gamni sínu. Einu sinni var skáldskapur Stefáns frá Hvítadal á dagskrá. Þá leit fyrir- menni til einnar stúlkunnar, fremur 214
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.