Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 10
Timarit Máls og menningar DavíSs Stefánssonar frá Fagraskógi. Enda voru kvæði hans rauluð og sungin, sýknt og heilagt, einkum þó sá lífseigi Dalakofi. SkáldiS Davíð varð í mörgu fyrirmynd unga fólks- ins i ástartjáningum og lífsviðhorfi. Drengirnir elskuðu hver sína Dísu, en höfðu upp á lítið að bjóða, nema Dalakofabúskapinn, þar sem elskend- umir horða með velþóknun af sama hörpudisk. Þessi fjölmenni hópur ásthrifins fólks minntist aldrei á hjónabönd, íbúðakaup eða neitt það er að ver- aldlegri hliðum ástarinnar laut. Þess var heldur engin von. Þar sem fátækt og vesaldómur héldust í hendur, varð hugmyndin um hjónaband varla önnur en sú, að með þvílíku tiltæki yrðu menn neyddir til að lepja dauð- ann úr krákuskel, á þessum tímum kreppu og atvinnuleysis. Þess vegna snérum við öllum ástarhugleiðingum inn á óraunhæf draumalönd skáld- skaparins; elskuðum í Ijóði — eins og eitthvert grátskáldið komst að orði. Eitt var það skáld, sem vakti meira umrót og umtal en flest önnur. Sem sé Halldór Kiljan Laxness. Hann var oftast aðeins nefndur Kiljan, og nafnið þaS nefnt með ýmsum blæ- brigðum, allt frá sterkri andúð til heitrar aðdáunar. SíSasta skáldsaga hans, Vefarinn mikli frá Kasmír, var þá sífellt á dagskrá, og var enginn endir á rifrildinu um þá bók. Dömurnar sögðust ekki einu sinni vilja lesa slíka sögu til enda. Þessar kaldranalegu lýsingar á ástinni og ruglingshjalið um guðdóminn. Alls ekki sæmandi lestur fyrir ungar stúlkur, bættu dömurnar við, og litu til okkar stelpnanna með ströngum svip. Fyrirmennin kímdu, og var ekki gott að vita hvað þeir hugsuðu. Samt stalst ég til að lesa Vefarann, svo lítið bar á. Fimmta bók þessarar skáldsögu, um kynni höfundar af ka- þólsku kirkjunni, fannst mér kynleg- ast alls, sem ég þá hafði lesið. Vefar- inn mikli frá Kasmír átti eftir að búa lengi um sig í huga mér -— á líkan hátt og sagan um álfabiskupinn í Tungustapa. Ekki voru þó nándar nærri allir á móti Vefaranum. Dreng- irnir urðu sumir ákaflega hrifnir af aðalsöguhetjunni, Steini ElliSa. Sú hrifning var miklu djúpstæðari held- ur en aðdáun ungs fólks nú á dögum á ýmsum dægurstjörnum. Nú má sjá unga menn láta sér vaxa sítt hár, til þess að likjast enskum skemmtipilt- um. Lengra nær sú mótun ekki, og hverfur sporlaust, næst þegar hárið er klippt. En áhrifin frá þessari sögu- hetju Halldórs Kiljans Laxness náSu til persónuleikans. íslenzk æska varð önnur en áður, eftir útkomu Vefarans mikla frá Kasmír. Einn daginn varð uppi fótur og fit því að frétzt hafði að skáldið Jóhann- es úr Kötlum ætlaði að koma og flytja erindi um AlþingishátíSina, 216
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.