Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 12
Tírnarit Máls og menningar sæti. Hjúkrunarfólkiö sat við sér- stakt borð, og þar gat að líta Jónas ráðherra sjálfan fyrir miðju borði. Var nú matur fram borinn. Aldrei gleymast þau djúpu, yfirþyrmandi vonbrigði. Fram var reiddur soðinn þorskur! Við gáfum ráðherranum hornauga. Skyldi hann ekki móðgast, stökkva upp úr sæti sínu og heimta þann viðurgerning sem okkur fannst embætti hans sæmandi? Ekkert skeði. Ráðherrann og yfirlæknirinn ræddu saman yfir borðum, að því er virtist í mesta bróðerni. Þetta varð dagur undrunar og þó nokkurra vonbrigða. En kvarnir guð- anna mala hægt. För ráðherrans átti eftir að leiða af sér ýmsar breytingar viðvíkjandi hælinu, sem þó urðu ekki á þeim tíma sem hér um ræðir. Jónas Jónsson ráðherra ók burt. Við horfðum lengi á eftir bifreiðinni sem flutti frægasta mann íslenzkra stjórnmála á þeirri tíð. Nokkur tími leið. Kemur þá ekki sú rosafrétt með- al manna, að sjálfur ritstjóri Tímans, Jónas Þorbergsson, sé væntanlegur hingað á hælið! Það er stórt orð, Hákot. Tíminn var stórveldi í okkar hugum þá. Ritsljóri slíks blaðs hlaut að vera nokkurs konar leyndarráð að tign. Að minnsta kosti hlaut hann að vera hingað sendur af Jónasi ráð- herra, til þess að grandskoða sem gerst ástand og horfur í Jiessari stofn- un. Jónas Þorbergsson kom nú reynd- ar von bráðar. En hann fór ekki út fyrir dyr á stofu sinni lengi vel. Koma Jónasar ritstjóra í þetta hús var engin leyndarráðstöfun. Hann var kominn hér í sama tilgangi og við öll, að reyna að fá heilsubót. Við ræddum mikið hvort ritstjóri Tímans myndi ekki njóta þeirra fríðinda sem slíku leyndarráði hæfði, til dæmis hvort honum yrði ekki fenginn sérstakur silfurborðbúnaður, og látinn sitja að borðum með stjórn hælisins. Undrun okkar varð því ekkert smáræði, þeg- ar Jónas Þorbergsson tók sér sæti, einmitt við sama borð og ég sat. Reyndar var þar fyrir margt stórand- legt fólk, auk smælingja eins og mín, en samt var þessi tilhögun einstæð upphefð fyrir alla sem þarna voru fyrir. Ekki leið á löngu þar til leynd- arráðsnafnbótin gleymdist, og Jónas Þorbergsson varð sem einn af oss. Samt kölluðum við hann alltaf rit- stjórann í umtali. Það var eitthvað svo notalega hefðarlegt að geta sagt: Við vorum úti á göngu með ritstjór- anum. Tónlist var mikið iðkuð á hælinu. Ymsir kunnu að leika á hljóðfæri, og þó nokkuð var af góðu söngfólki. Einn maður átti grammófón og all- gott hljómplötusafn. Vinsælastir söngvarar voru þeir Einar Markan, Pétur Jónsson og Eggert Stefánsson, að ógleymdum Hreini Pálssyni (Kol- brún mín einasta, ástfólgna hlín). Af útlendum tizkulögum var Sole Mio í mestu uppáhaldi, enda nýtt af nál- 218
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.