Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 16
Tímarit Máls og menningar barði það, sló sponsið úr víntunnum og rak prestinn á fætur fyrir dögun tii tíðagjörðar. Fjöldi fólks ærðist, aðrir urðu dumba, margir dóu úr skelfingu. Loks var hann grafinn og brytjaður í spað með miklum særingum. Franskur jesúíti, Frangois Richard að nafni, var um þær mundir í eynni til að turna eyjarskeggjum til rómversks siðar. Hann hefur samið skilmerki- lega bók um þessa atburði sem hann kallar Frásögu af því sem eftirtakan- legast hefur gerzt í ey Sant-Erini frá því er feður Jesú Félags settu helgisetur í eynni (Relation de ce qui s’est passé de plus remarquable á Sant-Erini Isle de l’Archipel, depuis l’établissement des Péres de la Compagnie de Jesus en icelle); hún kom út í París 1654 og má þar mikinn fróðleik finna. Þar er greint á milli tvenns konar drauga, venjulegra vampíra eða vrýkolaka sem ekki rotna í gröfum sínum, og hins vegar bumbudrauga eða dúpí sem svo eru kallaðir; það er líklega mállýzka fyrir lúmbí eða tympanon sem er bumba; þeir bólgna upp í gröfinni og eru eins og miklir belgir í laginu; og drynur í þeim sé þeim velt við. Santoríní er einna líkust hálfmána að lögun, og veit bugurinn móti vestri; í buktinni liggja þrjár smáeyjar sem öllum hefur skotið upp í jarðeldum siðan sögur hófust, kallaðar Gamlibruni, Litlibruni og Nýibruni. Fyrir botni er lítið lendingarpláss fyrir báta; þaðan liggja sneiðingar upp þverhnípt standbergið, 350—400 metra hátt, upp í Fíru, stærsta þorpið í eynni, ógengir öðrum en ösnum og múldýrum. Húsin standa fram á snösinni eða ramba utan í hamrinum, sumstaðar ekki annað en skútar eða holur í berginu; víða standa tóttabrot og rústir síðan í jarðskjálftunum fyrir 7 eða 8 árum, hálf- hruninn kastali efst í kaupstaðnum, latnesk dómkirkja og nunnusetur. Þegar upp kemur tekur við breiðfelld slétta vaxin vínviði, og hallar austur af; og í rauninni er landið ekki annað en einn víngarður, en annar nytja- gróður víðast fásýnn svo að varla er strá til að stinga upp í múldýrin, enda eru þau alin á vínviðarteinungum. Þeir sem vit þykjast hafa segja að vín- viður dafni í vikurbornum jarðvegi, en þó aldrei betur en í eldgosum þegar brennisteinsfallið kæfir annars allt kvikt. Hér eru nefndar 70 tegundir af drúfum, sumar að vísu ekki hafðar til annars en matar; flestir drekka þó hvunndagsvín sem kallað er, to hino krasí, ekki ólíkt rínarvíni; næturvín, tís nýktas, er gert af vínberjum sem lesin eru rétt fyrir dögun, og ber af öðrum drykk. Dampurinn kemur inn á leguna í sólarupprás, farþegar eru sóttir úr landi. Síðan hefst í stiganum þessi venjulega orusta milli þeirra sem koma um borð 222
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.