Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 18
Tírnarit Máls ug mcnningar hún hertekin af víkingum og flutt til Smýrnu og seld mansali Meóni Lýð- verjakonungi, en hann tók hana sér fyrir konu. Þar ólst nú Hómer upp á bökkum Melesfljóts, og gekk konungur honum í föðurstað. En þegar Hómer var kominn á gamalsaldur og frægur af skáldskap sínum í mörgum löndum, gerði hann ferð sína vestur í heim til Aþenuborgar til að skemmta þar fólki með kvæðum og fróðleik. Hann kom á leiðinni til Ioss og leitaði þar hafnar næturlangt; en í þann tíð var ekki siglt nema á daginn, en skipi lagt í var að kvöldi. Og varð sú ferð ekki lengri, því hér tók liann sótt og andaðist fám dögum síðar og var grafinn. Tafla var siðan sett á gröfina og letur á. Árið 1770 sendi Katrín Rússadrottning Orlof aðinírál sinn á skipum vestur um Hellusund til landvinninga við strendur Grikklandshafs, og taldi hann sér síðan forræði yfir 18 eyjum, en Tyrkjasoldán lét sér að vísu fátt um finnast. Þar var á einu skipi hollenzkur greifi sem Pasch von Krienen hét, kaptugi yfir skipinu, vel grískulærður maður eins og flest réttskapað fólk var í þá daga, og er nú alllangt síðan. Hér norðan til i eynni þar sem heitir Psaropýrgos — það geta þeir kallað Grálurn sem þurfa að láta þýða allt fyrir sig, ef það þýð- ir þá ekki Fiskihjallur — þar þóttist greifinn hafa fundið gröf þar sem eng- inn gæti legið nema Hómer sjálfur, en allskammt þaðan letraða töflu þvílíka sem bækur hermdu að hefði verið á gröf Ilómers. Hann fór siðan vestur í lönd og setti saman bók um afrek sín og lét mikið yfir sér, enda þótti flestum hann segja ekki alllitil tíðindi; hitt líkaði þó sumum verr að hann kvaðst hafa orðið að skilja löfluna eftir í Naxcy, og réð þó yfir heilu herskipi, og hefur hún síðan dulizt dauðlegum augum. Nú trúir enginn sögu greifans frainar, nema vera kynni essrekarnir sem reiða ferðafólk á ösnuin og múldýruin að Gröf Hómers fyrir 15 drökmur. En það er að vísu ekki hagnaðarsamur atvinnuvegur, því þeir eru skjóttaldir sem muna hvað manni hann var. íos komsl undir stjórn Naxeyjarhertoga skömmu eftir 1204, er latneskir krossfarar tóku Miklagarð herskildi, laut síðan ýmsum landhlaupurum af vestrænu kyni og þóltu fæstir sveitarbót; enn má sjá tóttirnar af pólútum þeirra í hamrinum fyrir ofan kaupstaðinn; Tyrkir hertóku eyna árið 1550. Höfundar eru uin það á einu máli að eyjarskeggjar séu hergjarnir og grimm- lyndir; þeir stunduðu sjórán meðan þeir máttu, enda höfn óvíða betri; Tyrk- ir kölluðu eyna LiRumöltu. Víkingar eyddu byggð í eynni árið 1558, en síðan voru fluttir hingað Albanir frá Pelopsey. Þeir eru nú því miður fyrir löngu 224
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.