Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 19
Úr Grikklandieyjum búnir að glutra þjóðerninu; forvitinn maður má lengi leita þar til hann finn- ur albanskt örnefni. Lítil bukt opnast til hafs með þröngu sundi, fjöll næstum á fjóra vegu; það er skipalægið. í fjarðarbotninum er lítið pláss með verzlunarbúðum og skemmum, fáeinar knæpur og vistarverur fyrir sumargesti. Þorpið sjálft Kora, eða öllu heldur Hora, liggur uppi í fjalli utan í brattri hlíð og stígur steinlagður upp eftir, gengur ösnum og mönnum; við vegarbrúnina standa pálmar, sýpressur og efkalýptus. A hægri hönd er víð slétta eða dalur, kall- aður Kabos á mállýzku eða Kambos, þar vaxa gullapaldrar, perutré og marg- vísleg fíkjutré, vínviður og hinn blómlegi viðsmjörsviður, í þá líking sem er á Feakalandi; engið er litkað af ilmríkum blómum, þar eru lavendlar, liljur og rósir og fjólur sem hafa lit hafsins og hið rauða valmeyjargras; korn vex á hjöllum í hlíðunum. En þegar kemur upp í þorpið, þá er lítið torg með knæpum og matsöluhús- um, hvitmálað kirkjukorn, undir furutrénu sitja karlarnir á kvöldin og spila teningaspil. Göturnar eru sneiðingar utan í brattanum, eins og þröng sund eða gangar í endalausu völundarhúsi, vínberj aklasar drúpa ofan af bitum yfir götunni. Fjær standa nokkrar myllur á holti og ganga fyrir vindi; annars staðar er myllum ekki haldið við nema til skrauts og skemmtunar fyrir ferða- fólk; síðan taka fjallvegir við. Það er kvöldsett og skuggsýnt, sólin er að setjast fyrir vestan Síkínos, hafið vinrautt, svali í loftinu og hafgola, storminn hefur lægt með kvöldinu; neðan af plássinu heyrist ómur af búzúkja því fólkið er farið að dansa; laustik syngur upp í holti. Fyrir utan prestshúsið við endann á torginu situr prestur- inn á þrepi, með mikið skegg sítt og grátt, tíu bama faðir. Prestsdóttir situr uppi á þaki og hjalar við tunglið, því hún fær ekki lengur að fara út á kvöld- in, sextán vetra, grannvaxin eins og sýpresviður, hárið tinnusvart. Hjá Plakíó- tis sitja nokkrir kallar yfir kaffi, þeir gömlu á vrakja með kollhúfur eins og á Krít; í Naxey höfðu þeir fez. Ondvert mér situr Karos fyrir utan knæpuna hjá sér, nafni dauðans, myrkur og gneypur, sköllóttur með gleraugu, ekki ólíkur sýnum trúhneigðum skraddara ofan úr dölum í norskum róman. Dótt- ir hans er fyrir framan hjá honum á sumrin, en á veturna er hún á skóla á Santoríní, svo þetta er stórlátt fólk, seytján vetra, með sítt slegið hár og hryn- ur ofan um axlir henni, slétt, kastaníubrúnt, næstum ljóst, xanþí eins og þeir segja, með brúna leggi og grannan háls, miðmjó eins og reyr, hörundið hefur lit lilju, rauðar varir eins og kirsiber; ég kalla hana Krýsúlu með sjálfum 15 TMM 225
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.