Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 23
Guðbergur Bergsson Hvað er eldi guðs? EINHVERJU sinni, man ég, að afi lamdi bylmingshögg í borðið svo hnífa- pörin og diskarnir dönsuðu, og sagði skapbráður: Ég þrífst ekki á guðsorði! — þessi fjandi er engum mönnum bjóðandi. Einhverntíma hefðirðu verið smælkinu fegnastur, svaraði amma engu síð- ur fólskulega. Orðum hennar fylgdi löng runa guðsorða. Smælkið er ekkert, en sjóða þær með spírunum ...! Drýgja og drýgja. Eru það ekki þín uppáhaldsorð? Afi snörlaði einhverju út úr sér fyrirlitlega. Þetta gerðist síðla sumars og kartöflurnar voru orðnar alspíraðar. Vetur- inn og sumarið út í gegn entist okkur smælkið, garðarnir voru miklir, en neyzlukartöflur allar voru seldar Grænmetisverzlun ríkisins. Á borðum sást aldrei meðalstór kartafla nema hún væri stungin, og þá geymd til hátíðis- daganna. Við sérhverja máltíð urðum við að hýða líklega hér um hil hundrað kart- öfluber hvert okkar. Og það var þreytandi, tók á taugarnar og reyndi mikið á geðsmunina. Flesta daga vorum við komin í illt skap í lokin, nema ég, sem engan rétt hafði til að skipta skapi, vegna þess að þau höfðu af einskærri náð tekið mig til sín í fóstur. Afi reyndist verstur, en amma, sem var guðhrædd kona, sefaði skap sitt og flaut í gegnum lífið á orðskviðum og bænum. Eins og allir vita þykknar hýðið á kartöflunni eftir því sem á veturinn líður, það eru hennar viðbrögð til varnar kuldanum, en skorpnar á sumrin. í sumarlok er sjálf kartaflan næstum ekkert orðin undir þykku hýðinu. Án almanaks hefði mátt reikna árstíðirnar út af kartöflupottunum á eld- hólfinu: á haustin voru þær soðnar í litla pottinum, hinum eina sanna kart- öflupotti, eftir jól varð að grípa til millipottsins, en vor og sumar nægði ekk- ert minna en stóri sláturpotturinn. í minnst hálftíma við hverja aðalmáltíð dagsins hýddum við smælki, afi rausandi og bölvandi, amma tautandi bænir, ég steinþegjandi og lúpuleg en brennandi af illsku. Að þessu sinni bætti sízt úr skák, að amma hafði ekki nennt að brjóta spírurnar, heldur dengt í pottinn eins og það kom fyrir úr kartöflutunnunni heila klabbið. 229
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.